Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Orkusjóður

Markmið

Orkusjóður auglýsir reglulega styrki til orkuskipta, í verkefni sem miða að því að hætta jarðefnaeldsneytisnotkun og nota í staðinn endurnýjanlega og vistvæna orku.

Styrkhlutdeild sjóðsins er yfirleitt þriðjungur (33%) kostnaðar, án virðisaukaskatts – VSK.

Orkusjóður er samkeppnissjóður og helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Önnur viðmið ráðast af þeim verkefnum og áherslum sem sjóðnum er falið hverju sinni, en eru m.a. tengsl við framleiðslu- og þjónustugreinar, trúverðugleiki verkefna, hversu hratt verkefni koma til framkvæmda og hversu mikilvæg þau eru til að hraða orkuskiptum enn frekar með svipuðum búnaði eða tækni.

Sjóðurinn tekur ekki fjárhagslega áhættu, enda meginreglan að greiða ekki styrkina út fyrr en við lok verkefna, þegar samningur við sjóðinn hefur verið uppfylltur.

Vakin er athygli á því að Orkusjóði er falið að flýta orkuskiptum með sannreyndri tækni. Sú tækni má vera ný af nálinni með því skilyrði að hún sé fullreynd markaðsvara.

Styrkþegar Orkusjóðs eru fjölbreyttur hópur, frá einstaklingum til sveitarfélaga og stærri fyrirtækja. Allt sem stuðlar að orkuskiptum, stórt sem smátt, getur átt erindi til Orkusjóðs.

Hlutverk

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Orkusjóður styður jafnframt við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.

Ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins og heyrir hann stjórnarfarslega undir ráðherra.

Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs undir yfirstjórn stjórnar sjóðsins.

Sjá nánar lög um Orkusjóð nr. 76/2020.

Leiðbeiningar

Til að sækja um er farið á þjónustugátt Orkustofnunar.

Valið er innskráning og notuð eru rafræn skilríki.

Í efstu valmynd er ýtt á Orkusjóður

Þar undir eru svo hlekkir á þær umsóknir sem opnar eru hverju sinni.

Frekari leiðbeiningar er að finna hér

Auglýsingar Orkusjóðs 2023

Orkusjóður auglýsir reglulega styrki til orkuskipta, í verkefni sem miða að því að hætta jarðefnaeldsneytisnotkun og nota í staðinn endurnýjanlega og vistvæna orku.
Styrkhlutdeild sjóðsins er yfirleitt þriðjungur (33%) kostnaðar, án virðisaukaskatts – VSK.
image1
image2