Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta
13 mars 2024Orkustofnun vill vekja athygli á nýjustu auglýsingu frá Orkusjóði. Umsóknarfrestur er til 23. apríl, svo nú er góður tími til að huga að orkuskiptum. Styrkirnir eru ætlaðir til stuðnings við fjölbreytt verkefni sem snúast um sjálfbæra orkunýtingu, með áherslu á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og nota í staðinn innlenda, umhverfisvæna orku.
Ef þú ert að huga að orkuskiptum fyrir olíuknúin tæki og/eða bættum innviðum fyrir hreina orku, þá gæti Orkusjóðurinn hjálpað þér á leiðinni.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.
Styrkir til verkefna:
Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar:
- Viðbótarkostnaður tengingar raforku til stærri flutnings- og samgöngutækja sbr. Raforkulög nr. 65/2003.
- Notkun við tengipunkta, til dæmis tækja og tól við hafnir til vöru- og/eða fólksflutninga.
Raf- og lífeldsneytisframleiðsla:
- Raf- og lífeldsneytisframleiðsla, að meðtöldum búnaði og tækjum sem þarf til að nýting geti orðið til dæmis áfyllingarstöðvar, þjöppur, lagnir, flutningstæki, bátar og skip.
Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis:
- Liforkuver (til dæmis vinnsla úr sorpi), viðarperluframleiðsla, skip/flugvélar og stórar gröfur eða vinnuvélar.
- Orkugeymslur (til dæmis rafhlöður og varmatankar).
- Háhita varmadælur (sem eru sannreynd tækni) með möguleika tengingu við veitur til húshitunar.
- Varmadælur við veitur, til dæmis viðarkynt varaafl í stað jarðefnaeldsneytis og varmageymslu eftir því sem við á.
- Framleiðsla raforku og varma (til dæmis sólar, vind, lífeldsneyti) sem nýtist beint eða óbeint í stað jarðefnaeldsneytis.
Kynntu þér skilyrðin og hvernig þú getur sótt um á Orkustofnun.is/orkuskipti/orkusjodur
Orkusjóður fer með umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna.
Til að sækja um er farið á þjónustugátt Orkustofnunar.
Valið er innskráning og notuð eru rafræn skilríki.
Í efstu valmynd er ýtt á Orkusjóður
Þar undir eru svo hlekkir á þær umsóknir sem opnar eru hverju sinni.
Nánari upplýsingar:
Staða og áskoranir í orkumálum
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum