Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Pólland

Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku og umhverfis- og loftslagsmál (2014–2021) var kynnt á ráðstefnu í Varsjá í Póllandi 3. mars 2020 með þátttöku forseta Póllands, Andrzej Duda, og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, auk ráðherra frá Póllandi, Íslandi og Noregi.

 

Stærsta framlag á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála

Áætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi 2014–2021, á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála er eitt stærsta framlag sjóðsins innan EES og þetta er einnig í fyrsta sinn sem þessar áætlanir eru reknar í einni áætlun. Framlag Uppbyggingarsjóðsins var 140 milljónir evra til verkefna á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála. Pólland leggur einnig til umtalsvert viðbótarfjármagn í formi lána og styrkja til verkefna, sem gerir sjóðinn mun stærri. Ekkert annað land hefur verið með sambærilegt viðbótarframlag til slíkra áætlana, en gert er ráð fyrir að heildarfjármagn verði um 200 milljónir evra. Umfang verkefnanna er í raun meira þar sem styrkir Uppbyggingarsjóðsins eru einungis ákveðinn hluti af fjárhæð verkefna.  

 

Eitt af helstu markmiðum Uppbyggingarsjóðs EES á sviði endurnýjanlegrar orku er að efla orkuöryggi, draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og bæta umhverfisatriði í viðkomandi löndum, m.a. með því að nýta endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Í Póllandi er gert ráð fyrir að þegar verkefni áætlunarinnar eru komin til framkvæmda muni þau minnka árlega losun CO2 um 600.000 tonn. Verkefni og útboð áætlunarinnar voru kynnt ítarlega hér á landi og í Póllandi, m.a. tóku forsetar Póllands og Íslands þátt í þeirri kynningu í Póllandi í mars 2020 ásamt fjölda fyrirtækja frá Íslandi. Verkefnið sýnir að Ísland getur í samstarfi við aðrar þjóðir Evrópu náð miklum árangri á sviði loftslagsmála á erlendum vettvangi, með faglegum verkefnum og markvissu samstarfi innan EES, sem nýtist öllum, þar sem loftmengun er óháð landamærum. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu FMO í Brussel og einnig upplýsingar um lönd og verkefni.