Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Alþjóðlegt samstarf

Milliríkjasamningar

Ísland hefur gert marga tvíhliða samninga og MoU (Memorandum of Understanding) er varða endurnýjanlega orku, jarðvarma og tengd verkefni á umliðnum árum. Í sumum tilfellum hefur Orkustofnun gerð slíka samninga fyrir hönd Íslands og gilda þeir samningar til mislangs tíma. Tilgangur slíkra samninga er að auka og auðvelda samstarf Íslands og viðkomandi landa, þar sem oft er óskað eftir aðstoð Íslands við þróun verkefna er varða jarðvarna, hitaveitur og endurnýjanlega orku.    

Alþjóða orkuráðið

Ísland á aðild að Alþjóða orkuráðinu (World Energy Council, WEC) og hefur í því sambandi starfrækt Íslandsdeild á umliðnum árum. Starfsemin hefur verið mismikil, en hún var efld á seinustu árum. Orkustofnun hefur annast umsjón starfseminnar, en einstök fyrirtæki á orkumarkaði hafa verið aðilar að starfinu. Starfsemin er m.a. fólgin í miðlun upplýsinga frá WEC til aðildarfyrirtækja, þátttöku í alþjóðlegum greiningum og skýrslum er varða Ísland og orkumarkaðinn, fundum o.fl. Ísland er m.a. aðili að World Energy Issue Monitor þar sem í ár var lögð áhersla á orku og breytt viðfangsefni á orkumarkaði (humanising energy) sem einkennist af mörgum áskorunum, sérstaklega í loftlagsmálum, sem um leið krefjast nýrra lausna. Einnig tekur Ísland þátt í World Energy Trilemma Index skýrslunni.

Samkeppnishæfni orkumarkaðarins á Íslandi 2022

Ein af þeim skýrslum og samanburðum sem Ísland tekur þátt í, er skýrsla um hverjar séu helstu áskoranir á sviði orkumála í einstaka löndum og heimsálfum – World Energy Issue Monitor 2022, en þetta var í fimmta sinn sem Ísland tók þátt í könnuninni. Vinnsla skýrslunnar byggist á rafrænum svörum aðila er tengjast orkumarkaði í einstaka löndum til skrifstofunnar í London. Niðurstöður skýrslunnar má sjá á vef WEC.

Geothermica

Markmið GEOTHERMICA er að efla rannsóknir og nýsköpun í tengslum við jarðhita. Um leið gera jarðhitann áreiðanlegan, öruggan og hagkvæman kost. GEOTHERMICA sameinar fjármagn og þekkingu 20 eigenda og stjórnenda jarðhitarannsókna og nýsköpunaráætlana frá 16 löndum.

Geothermal ERA-NET er nú GEOTHERMICA