Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Rúmenía

Hinn 23. október 2019 hélt Orkustofnun ráðstefnu um verkefni Uppbyggingarsjóðs EES er varða endurnýjanlega orku, hitaveitur, orkunýtingu, umhverfismál og loftslag í Póllandi og Rúmeníu. Ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við utanríkisráðuneytið, umhverfisráðuneytið í Póllandi, Innovation Norway í Rúmeníu og Uppbyggingarsjóð EES.

 

Ráðstefnan skiptist i tvo hluta, annars vegar kynningar frá viðkomandi löndum og hins vegar tvíhliða viðræður um mögulegt samstarf á milli aðila frá Íslandi og viðkomandi landa, um verkefni á sviði jarðvarma, orkunýtingar o.fl. Fundurinn tókst vel og er mikilvægt skref vegna undirbúnings á samstarfi aðila í viðkomandi löndum vegna næstu áætlunar Uppbyggingarsjóðsins í Austur-, Mið- og Suður-Evrópu, sem kemur til framkvæmda 2018–2024. Raluca Fanaru, frá Innovation Norway í Rúmeníu, talaði um orkuáætlun og SME-áætlunina í Rúmeníu. Á næsta tímabili Uppbyggingarsjóðs EES til orkumála eru 29,8 milljónir evra fyrir endurnýjanlega orku, orkunýtingu, þjálfun og rannsóknir og þróun, rafvæðingu heimila og tvíhliða starfsemi. Útboðstími fyrir jarðhitaverkefni er liðinn en útboð á sviði orkunýtingar eru enn opin og hægt er að óska eftir ferðastuðningi vegna undirbúnings verkefna.

 

Útboð verkefna á sviði orkunýtni í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES var svo m.a. kynnt í ársbyrjun 2020.    

Eitt af helstu markmiðum Uppbyggingarsjóðs EES á sviði endurnýjanlegrar orku er að efla orkuöryggi, draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og bæta umhverfisatriði í viðkomandi löndum, m.a. með því að nýta endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu FMO í Brussel og einnig upplýsingar um lönd og verkefni.