Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Norrænt samstarf

Norrænar orkurannsóknir

Norrænar orkurannsóknir (Nordic Energy Research, NER) eru vettvangur fyrir samstarf í orkurannsóknum og stefnumótun undir verndarvæng Norrænu ráðherranefndarinnar.

NER

NER er fjármagnað af Norðurlöndunum fimm og hefur stuðlað að samvinnu um orkurannsóknir sl. 30 ár. Þetta hefur styrkt rannsóknarsamfélagið og skapað möguleika á samstarfi í orkugeiranum.

 

Norðurlöndin hafa sett sér háleit markmið varðandi kolefnisútblástur og leggja áherslu á græna tækni. Sjóðir NER eru ætlaðir til stuðnings við þessa stefnu með því að auka þekkingu á endurnýjanlegri orku og með því að stuðla að þróun nýrra og samkeppnishæfra lausna í orkumálum.

 

Stjórn NER og nefndir og stýrihópar á hennar vegum samanstanda af fulltrúum frá sjóðum norrænu landanna, frá stofnunum sem halda utan um orkumál og frá ráðuneytum. Starfsmaður Orkustofnunar hefur verið fulltrúi í stjórn NER á undanförnum árum og á fimm ára fresti þegar Ísland veitir norræna samstarfinu forystu er fulltrúi í Íslands í stjórn stofnunarinnar formaður stjórnar.

 

- Nánari upplýsingar um starf NER, s.s.útgáfu, áherslur o.fl., má sjá hér 

- Áherslur á formennskuári Íslands 2023 má sjá hér. 

NORDBER

Raforkueftirlit Orkustofnunar tekur þátt í norrænu samstarfi um neyðarstjórnun raforkukerfa landanna. Þátttaka Íslands hófst árið 2006 í kjölfar samkomulags Norrænu ráðherranefndarinnar. Á samstarfsvettvanginum er greint hvaða hættur geti steðjað að raforkukerfum Norðurlandanna sem kalli á að neyðarstjórnaraðgerðir séu virkjaðar og gerðar tillögur um hvernig megi bregðast við þeim.

 

Í NORDBER taka þátt fulltrúar frá Orkustofnun og Landsneti ásamt fulltrúum sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum. Orkustofnun fer með formennsku í NORDBER árin 2019–2020.

Á vegum NORDBER starfa nokkrir vinnuhópar:

• Vinnuhópur um greiningu á áhættuþáttum

• Vinnuhópur um viðbrögð gagnvart árásum á tölvukerfi

• Vinnuhópur um norræna samvinnu um viðhald raforkukerfa

• Vinnuhópur um sameiginlegar viðbragðsæfingar

NordREG

Raforkueftirlit Orkustofnunar tekur þátt í samstarfi norrænna eftirlitsaðila: NordREG. Helstu áherslur samstarfsins eru að finna sameiginlega snertifleti varðandi raforkumarkaði Norðurlandanna og vinna saman að því að tryggja hagsmuni landanna innan Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Á vettvangi NordREG starfa nokkrir vinnuhópar og taka fulltrúar Orkustofnunar virkan þátt í því starfi.