Fréttir, opinberar birtingar, starfsmenn og laus störf er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkukostnaður og raforkuöryggi 2025 og 2026

Raforkukostnaður og raforkuöryggi 2025 og 2026

16 september 2025
Raforkukostnaður og raforkuöryggi 2025 og 2026

Önnur útgáfa Raforkuvísa fyrir árið 2025 er nú komin út.  Þar kemur meðal annars fram að staða og horfur raforkuöryggis á fjórða ársfjórðungi 2025 og fyrsta ársfjórðungi 2026 hafa batnað samkvæmt nýjustu greiningum á orkujöfnuði, miðað við fyrri útgáfu sem birt var í apríl 2025.

Þróun gjaldskráa raforkufyrirtækja

Í fyrsta sinn birtir Raforkueftirlitið yfirlit yfir þróun gjaldskráa sérleyfisfyrirtækja og smásala í Raforkuvísum. Þar má sjá breytingar á dreifi- og flutningsgjöldum frá 2017 til 2025, bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. Einnig er sýnd þróun smásöluverðs allt frá árinu 2005 til dagsins í dag. Helstu niðurstöður eru:

  • Smásöluverð: Lægsta skráða smásöluverð í ágúst hækkaði um 35% milli ára á verðlagi hvers árs.
  • Dreifigjöld: Dreifigjöld dæmigerðra heimila í ágúst, með notkun 4.500 kWh/ári , hækkuðu um 5% milli ára á verðlagi hvers árs.
  • Flutningsgjöld til almennra notenda: Hækkuðu um 23% á milli ára á verðlagi hvers árs.
  • Flutningsgjöld til stórnotenda: Hækkuðu um 27% frá fyrra ári á verðlagi hvers árs.

Jöfnunarorkuverð – ný framsetning

Birting upplýsinga um jöfnunarorkuverð hefur tekið verulegum breytingum. Jöfnunarorka, sem er hæsta heildsöluverð raforku og vísir að um markaðsjafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, er nú sýnd í verðbilum (kr/kWh) þar sem gefið er til kynna hvenær um er að ræða niðurreglun, jafnvægi eða uppreglun í kerfinu. Nánar til tekið lýsa verðbilin mismunandi ójafnvægi í kerfinu og þar með sýnir breytt framsetning betur ástand markaðarins.

Í fyrri útgáfum var einungis  meðalverð jöfnunarorku birt, sem gaf ekki nægilega góða mynd af sveiflum sem eiga sér stað á markaðnum.

Sjálfvirknivæðing gagnaöflunar

Raforkueftirlitið hefur einnig hafið endurskoðun á aðferðum við gagnaöflun og skil. Umhverfis- og orkustofnun hefur þróað nýja gagnagátt sem kemur í stað Signet Transfer, með það að markmiði að sjálfvirknivæða gagnaafhendingu. Með þessum breytingum verður unnt að einfalda verklag, tryggja meiri gæði gagna til framtíðar og stytta viðbragðstíma eftirlitsins. Sjálfvirknivæðingin mun jafnframt gera Raforkueftirlitinu kleift að framkvæma fleiri greiningar, sinna eftirlitsverkefnum og ráðast í sértækar greiningar  án þess að auka álag á eftirlitsskylda aðila með endurteknum gagnabeiðnum.

Sjá nánar á: https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka