Fréttir, opinberar birtingar, starfsmenn og laus störf er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkueftirlitið samþykkir Tæknilega tengiskilmála Raforkudreifingar TTR

Raforkueftirlitið samþykkir Tæknilega tengiskilmála Raforkudreifingar TTR

17 nóvember 2025
Raforkueftirlitið samþykkir Tæknilega tengiskilmála Raforkudreifingar TTR

Raforkueftirlitið hefur lokið yfirferð yfir uppfærða Tæknilega tengiskilmála Raforkudreifingar, TTR, ásamt viðeigandi teikningum. Uppfærðir skilmálar hafa verið í vinnslu hjá dreifiveitum rafmagns um nokkurra ára skeið og væri uppfærslu þeirra nú lokið af hálfu dreifiveitna.

Í samræmi við 4. mgr. 16. gr. raforkulaga skulu dreifiveitur í samráði við notendur setja almennar reglur um rekstur og stýringu raforkudreifingar sem Raforkueftirlitið samþykkir. Raforkueftirlitið hefur farið yfir innsend drög að tengiskilmálunum ásamt viðeigandi teikningum og gerir ekki athugasemdir við útgáfuna.

Raforkueftirlitið fagnar því að dreifiveiturnar hafi endurskoðað tengiskilmálana á vettvangi Samorku og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þessi vinna er afar mikilvæg í ljósi örrar tækniþróunar síðustu ár.

Uppfærð útgáfa af Tæknilegum tengiskilmálum Raforkudreifingar er nú birt á heimasíðu Raforkueftirlitsins ásamt viðeigandi teikningum. Jafnframt má hér finna ákvörðunarbréf.