Fréttir, opinberar birtingar, starfsmenn og laus störf er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Setning tekjumarka sérleyfisfyrirtækja raforku fyrir tímabilið 2026-2030

Setning tekjumarka sérleyfisfyrirtækja raforku fyrir tímabilið 2026-2030

31 október 2025
Setning tekjumarka sérleyfisfyrirtækja raforku fyrir tímabilið 2026-2030

Raforkueftirlitið hefur lokið setningu tekjumarka sérleyfisfyrirtækja fyrir tímabilið 2026 til 2030. Tekjumörk setja sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu raforku mörk varðandi leyfðar tekjur og útgjöld.

Settur rekstrar- og launakostnaður sérleyfisfyrirtækja raforku fyrir tímabilið 2026 til 2030 með tilliti til vísitölu neysluverðs í maí 2025 (651,0) og launavísitölu í maí 2025 (1.084,6) er eftirfarandi:

Sérleyfisstarfsemi

Rafmagn er flutt frá virkjunum af flutningsfyrirtækinu og síðan dreift áfram á hverju svæði af dreifiveitum. Flutningsfyrirtæki og dreifiveitur hafa sérleyfi á sinni starfsemi og eru tekjur þeirra því ákvarðaðar af Raforkueftirlitinu.

Setning tekjumarka

Raforkueftirlitið setur sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu á raforku tekjumörk á fimm ára fresti sbr. 12. og 17. gr. raforkulaga. Tekjumörk samanstanda af:

  • Rekstrarkostnaði
  • Afskriftum
  • Leyfðri arðsemi

Við setningu er rekstrarkostnaður næstu fimm ára ákvarðaður. Settur rekstrarkostnaður byggir á meðaltali rekstrarkostnaðar viðkomandi sérleyfisfyrirtækis síðustu fimm ára á undan með eins árs töf, nú árin 2020 til 2024. Settur rekstrarkostnaður er svo uppfærður árlega við uppgjör tekjumarka með tilliti til verðlags. Afskriftir og leyfð arðsemi eru jafnframt uppfærð árlega við uppgjör tekjumarka.


Hagræðing í rekstri

Raforkueftirlitið stuðlar að hagræðingu í rekstri flutningsfyrirtækja og dreifiveitna með því að ákvarða leyfð útgjöld og samþykkja breytingar á gjaldskrám. Leyfðu útgjöldin kallast tekjumörk. Þau eru sett á fimm ára fresti og uppfærð þess á milli, meðal annars með hliðsjón af verðbólgu.

  • Fimm ára tímabilið kallast setning tekjumarka.
  • Árleg uppfærsla þeirra uppgjör tekjumarka.

Ef fyrirtæki ná að hagræða í rekstri þá eykst hagnaður þeirra á tímabilinu. Á móti lækka tekjumörk á næsta tímabili.

Skilvirknisgreining

Núverandi tímabil nær frá 2021 til 2025 og næsta tímabil hefst árið 2026.

Við upphaf hvers tímabils er ákveðið hversu mikil hagræðingarkrafa verður gerð til fyrirtækjanna. Til þess er unnin skilvirknisgreining þar sem rekstur fyrirtækjanna er metinn og borin saman við viðmiðin sem gilda í kerfinu.

Bókhald vegna tekjumarka fylgir raforkulögum. Það er að miklu leyti hliðstætt ársreikningum sérleyfisfyrirtækjanna.

Nánari upplýsingar um uppgjör og setningu tekjumarka.