Fréttir, opinberar birtingar, starfsmenn og laus störf er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkueftirlitið hefur birt tekjumörk dreifiveitna fyrir árið 2024

Raforkueftirlitið hefur birt tekjumörk dreifiveitna fyrir árið 2024

8 ágúst 2025
Raforkueftirlitið hefur birt tekjumörk dreifiveitna fyrir árið 2024

Raforkueftirlitið hefur lokið uppgjöri tekjumarka dreifiveitna fyrir árið 2024. Tekjumörk setja sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu raforku mörk varðandi leyfðar tekjur og útgjöld.

Raforkueftirlitið vekur athygli á að á árinu 2024 dugðu tekjur flestra dreifiveitna ekki til þess að standa undir öllum kostnaði.

  • Við árslok 2024 var staða uppsafnaðra tekna dreifiveitna eftirfarandi:
  • Vanteknar um - 8,0% fyrir Veitur
  • Ofteknar um 2,8% fyrir HS Veitur
  • Vanteknar um -15% fyrir Norðurorku
  • Vanteknar um -15%, bæði í þéttbýli og dreifbýli, fyrir Orkubú Vestfjarða
  • Vanteknar um -15%, bæði í þéttbýli og dreifbýli, fyrir RARIK

Vanteknar tekjur þýðir að dreifiveiturnar nýttu ekki þær heimiluðu tekjur sem Raforkueftirlitið ákvarðaði fyrir þær til að tryggja nægar fjárfestingar, rekstraröryggi og aðra þjónustu.

Sérleyfisstarfsemi

Rafmagn er flutt frá virkjunum af flutningsfyrirtækinu og síðan dreift áfram á hverju svæði af dreifiveitum. Flutningsfyrirtæki og dreifiveitur hafa sérleyfi á sinni starfsemi og eru tekjur þeirra því ákvarðaðar af Raforkueftirlitinu.

Hagræðing í rekstri

Hagræðingarhvötum fyrir flutningsfyrirtæki og dreifiveitur er náð fram með því að Raforkueftirlitið ákvarðar leyfð útgjöld annars vegar og samþykkir hins vegar gjaldskrárbreytingar. Leyfðu útgjöldin kallast tekjumörk og þau eru sett á fimm ára fresti og uppfærð þess á milli, m.a. með tilliti til verðbólgu. Fimm ára tímabil kallast setning tekjumarka og árleg uppfærsla þeirra kallast uppgjör tekjumarka. Ef fyrirtækin hagræða í rekstri sínum þá eykst hagnaður þeirra á tímabilinu en hámark tekna á næsta tímabili lækkar einnig til samræmis.

Setning tekjumarka 2021-2025

Núverandi tímabil eru árin 2021 til 2025 en setning tekjumarka fyrir tímabilið 2026 – 2030 fer fram nú í haust. Ákvörðun um hagræðingarkröfu er tekin á fimm ára fresti við upphaf hvers setningartímabils og stendur nú yfir skilvirknisgreining sem notuð verður við mat á hagræðingarkröfu í rekstri fyrirtækjanna. Bókhald vegna tekjumarka fylgir raforkulögum en er þó að miklu leyti hliðstætt ársreikningum sérleyfisfyrirtækjanna.

Finna má nánari upplýsingar um uppgjör flutningsfyrirtækisins hér: Tekjumörk — Orkustofnun