Kerfisáætlun 2025-2034
3 september 2025
Raforkueftirlitinu barst þann 2. september 2025 kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2025 -2034 til formlegrar meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Raforkueftirlitið það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.
Raforkueftirlitið skal við yfirferð kerfisáætlunar hafa samráð við alla núverandi og væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins sbr. 2. mgr. 8. gr. raforkulaga í opnu og gagnsæju samráðsferli.
Af þessu tilefni vill Raforkueftirlitið bjóða viðskiptavinum Landsnets og væntanlegum viðskiptavinum fyrirtækisins að koma á framfæri umsögnum vegna kerfisáætlunar 2025-2034.
Þeir aðilar sem telja sig vera væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins skulu rökstyðja það sérstaklega. Raforkueftirlitið metur hvort aðili hafi sýnt fram á með fullnægjandi hætti að hann geti talist væntanlegur viðskiptavinur flutningsfyrirtækisins.
Raforkueftirlitið hefur sent auglýsingu í Lögbirtingablaðið og er frestur til þess að koma á framfæri athugasemdum vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 er fjórar vikur frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 870/2016 um kerfisáætlun fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku. Eftir þann tíma mun Raforkueftirlitið birta þær umsagnir sem eftirlitinu berast vegna málsins á heimasíðu Raforkueftirlitsins. Þá verður Landsneti boðið að koma á framfæri athugasemdum vegna framkominna umsagna.
Hægt að nálgast kerfisáætlunina hér.