Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Kerfisáætlun flutningsfyrirtækisins

Með breytingu á raforkulögum á árinu 2015 fékk Orkustofnun nýtt hlutverk sem felst í eftirliti með uppbyggingu flutningskerfisins í gegnum kerfisáætlun Landsnets. Raforkueftirlitið (ROE) fer með þetta hlutverk, í samræmi við 2. mgr. 24. gr. raforkulaga.

Landsnet skal árlega leggja fram kerfisáætlun til samþykktar hjá Raforkueftirlitinu sem felur í sér tvo megin þætti:

  • Langtímaáætlun sem sýnir þá hluta í meginflutningskerfinu sem fyrirhugað er að byggja upp eða uppfæra á næstu tíu árum.
  • Framkvæmdaáætlun sýnir áætlaðar fjárfestingar í flutningskerfinu sem Landsnet hyggst ráðast í á næstu þremur árum.

Samkvæmt raforkulögum hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og meta kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum raforkulaga um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Hér fyrir neðan birtast ákvarðanir sem Raforkueftirlitið hefur tekið er lúta að kerfisáætlun flutningsfyrirtækisins.