Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Fréttir
Orkusjóður auglýsir 900 milljónir í styrki til Orkuskipta

Orkusjóður auglýsir 900 milljónir í styrki til Orkuskipta

9 mars 2023
Orkusjóður auglýsir 900 milljónir í styrki til Orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkirnir sem auglýstir eru nú eru almennir styrkir vegna orkuskipta og verða styrkir vegna þungaflutninga og bílaleigubíla auglýstir innan skamms.

„Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum um það hvernig við náum metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum. Orkuskiptin eru nauðsynlegur þáttur í þeirri vegferð og þurfa að komast strax til framkvæmda. Það þarf að auka enn frekar slagkraft frumkvöðla í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og hvetur fólk af öllum kynjum til að kynna sér sjóðinn.

Umsóknarfrestur er til 19. apríl.

Orkusjóð hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar.

Sjá skýringarefni hér.

Sjá meira á síðu Orkusjóðs.

Styrkir til verkefna:

  • Framleiðsla endurnýjanlegs eldsneytis (raf- eða lífeldsneytis)

       - T.a.m. fyrir siglingar eða flug

  • Innviðir fyrir orkuskipti

       - Samgöngur á landi

               - Hraðhleðslustöðvar (150kW+) á fjölförnustu (flutnings)leiðum landsins

       - Samgöngur á sjó eða vötnum

           - Hleðsluinnviðir í höfnum

  • Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu

      -  T.a.m. í framleiðslu, flutningum eða siglingum

      -  Varaafl

Nánari upplýsingar:

www.orkusjodur.is

Staða og áskoranir í orkumálum

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Orkustefna