Orkusjóður
Styrkflokkar eru í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Íslands um að styðja við orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt, þ.m.t. í þungaflutningum, ferjum og höfnum og net hleðslustöðva í dreifðum byggðum og í ferðaþjónustu.
Umsóknir sendist í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar
Um Orkusjóð - hlutverk og skipulag.
Hlutverk Orkusjóðs
Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.
Orkusjóður styður jafnframt við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengd verkefni á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
Ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins og heyrir hann stjórnarfarslega undir ráðherra.
Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs undir yfirstjórn stjórnar sjóðsins.
Sjá nánar lög um Orkusjóð nr. 76/2020
Umsýsla Orkusjóðs er í höndum Ragnars K. Ásmundssonar á Akureyrarsetri Orkustofnunar, sem veitir nánari upplýsingar.
Orkusjóður Akureyrarsetur Orkustofnunar
Rangárvöllum
603 Akureyri
sími: 569 6083 / 693 9172
netfang: rka@os.is