Orkusjóður

Orkusjóður er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs. Ráðherra skipar þrjá menn í ráðgjafarnefnd Orkusjóðs til fjögurra ára, sbr. 8. gr. laga um Orkustofnun, sem gerir tillögur til ráðherra um lánveitingar og greiðslur úr Orkusjóði. Sjá nánar reglugerð um Orkusjóð.

Hlutverk Orkusjóðs er samkvæmt reglugerð nr. 185/2016.


Verklagsreglur ráðgjafanefndar Orkusjóðs við meðferð láns- og styrkumsókna úr Orkusjóði


Sérstakir styrkir Orkusjóðs 2020


Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2020 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir:

„Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga.“

Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur á hitastýringarkerfum og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun.

Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr.

Umsóknarfrestur rann út 6. apríl sl. Unnið er að úrvinnslu umsókna.  Engir styrkir í boði sem stendur. 

Um 20. apríl 2020 verða auglýstir styrkir til uppbyggingar innviða vegna orkuskipta í samgöngum.

Umsýsla Orkusjóðs er í höndum Jakobs Björnssonar á Akureyrarsetri Orkustofnunar, sem veitir nánari upplýsingar.

Orkusjóður                                                                                                                                                            Akureyrarsetur Orkustofnunar
Rangárvöllum
603 Akureyri
sími: 569 6083 / 894 4280
netfang: jbj@os.is