Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Fréttir
Orkusjóður auglýsir styrki til hreinorku vörubifreiða

Orkusjóður auglýsir styrki til hreinorku vörubifreiða

2 maí 2024
Orkusjóður auglýsir styrki til hreinorku vörubifreiða

Orkusjóður auglýsir styrki til hreinorku vörubifreiða sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. Leyfð heildarþyngd vörubifreiðar skal vera yfir 3,5 tonn og verða nýskráð í ökutækjaflokkum N2 eða N3.

Ein milljón króna er greidd í styrk fyrir hvert tonn leyfðrar heildarþyngdar vörubifreiðar, allt að 15 milljónum króna á hverja vörubifreið, þó þannig að hlutfall styrks af heildarverði vörubifreiðar án virðisaukaskatts getur aldrei orðið hærra en 33%.

Við matsferli eru þær vörubifreiðar líklegastar til að fá styrk sem bæði koma í veg fyrir mestu losun gróðurhúsalofttegunda og þær sem samkvæmt umsókn verða nýskráðar á Íslandi innan 12 mánaða frá úthlutun Orkusjóðs á styrk.

Styrkupphæð á hvern olíulítra sem hverfur úr notkun er einnig matsþáttur og því þarf að koma fram í umsókn áætlaður árlegur akstur og árleg olíunotkun sambærilegrar vörubifreiðar sem myndi ella sinna verkefninu.

Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is

Umsóknarfrestur er til 11. júní 2024

Lesa auglýsinguna hér.