Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Einstaklingar

Upplýsingar og leiðbeingar um þá þjónustu sem Orkustofnun veitir einstaklingum t.d. ráðgjöf og styrkir.

Niðurgreiðslur vegna húshitunar

Notendur sem ekki eiga kost á að nýta jarðvarma til húshitunar hita nær allir hús sín með rafmagni. Húshitun með raforku er talsvert dýrari en húshitun frá jarðvarmaveitu. Til að jafna búsetuskilyrði greiðir ríkið niður dreifi- og flutningskostnað raforku til hitunar heimila.

Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar af hálfu ríkisins eru umtalsverðar þar sem ríkið niðurgreiðir að fullu dreifi- og flutningskostnað raforku til húshitunar hjá notendum í samræmi við notkun að hámarki 40.000 KWh/ári, sjá nánar.

Eingreiðslur vegna umhverfisvænnar orkuöflunar (t.d. varmadælur)

Íbúðareigendur sem nú hafa niðurgreidda rafhitun og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun og/eða ráðast í aðgerðir sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun geta sótt um styrk. Um er að ræða eingreiðslustyrk vegna aðgerða sem leiða til betri orkunýtingar við húshitun, sjá nánar.

Leiðbeiningar um hvernig þú velur raforkusala

Raforkunotandi greiðir fyrir notkun sína með tvennum hætti. Annars vegar greiðir hann fyrir dreifingu og flutning á raforku, sem er sérleyfisstarfsemi og því ekki hægt að skipta um dreifiveitu. Hins vegar greiðir notandinn fyrir kaup á raforku í gegnum raforkusala en raforkusalar eru á samkeppnismarkaði og því öllum frjálst að skipta um raforkusala með einföldum hætti, sjá nánar.

Samanburður á raforkuverði

Hér neðar má sjá samanburð á raforkuverði hjá raforkusölum bæði fyrir almennt rafmagn og fyrir rafhitun, sjá nánar.

Umsókn í Orkusjóð

Orkusjóður auglýsir reglulega styrki til orkuskipta, í verkefni sem miða að því að hætta jarðefnaeldsneytisnotkun og nota í staðinn endurnýjanlega og vistvæna orku.

Orkusjóður er samkeppnissjóður og helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Önnur viðmið ráðast af þeim verkefnum og áherslum sem sjóðnum er falið hverju sinni, en eru m.a. tengsl við framleiðslu- og þjónustugreinar, trúverðugleiki verkefna, hversu hratt verkefni koma til framkvæmda og hversu mikilvæg þau eru til að hraða orkuskiptum enn frekar með svipuðum búnaði eða tækni. Sjá nánar.

Upplýsingar um smávirkjanir

Smávirkjun eða bændavirkjun er flokkur lítilla virkjana sem byggja á tiltækum orkugjöfum á viðkomandi stað. Smávirkjun getur verið knúin fallorku vatns, vindi, sól, lághita frá jarð- eða glatvarma eða öllum orkugjöfunum saman. Smávirkjun er almennt ætluð til raforkuframleiðslu til eigin nota á sveitabæ, í sumarbústað eða í smærri byggðarlögum en getur einnig selt orku inn á dreifikerfi rafmagnsveitna eða deilt umframrafmagni inn á dreifikerfi eftir nánara samkomulagi við eiganda og rekstraraðila kerfisins. Sjá nánar.

Rafbílastyrkir

Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tekur gildi 1. janúar 2024 þar sem hægt verður að sækja um styrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti.  Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Sjá nánar.