Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Eingreiðsla vegna umhverfisvænnar orkuöflunar

Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr beinni rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti, m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv.

Íbúðareigendur sem nú hafa niðurgreidda beina rafhitun og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun og/eða ráðast í aðgerðir sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun geta sótt um styrk. Um er að ræða eingreiðslustyrk vegna aðgerða sem leiða til betri orkunýtingar við húshitun.

Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans og er helmingurinn af heildarefniskostnaði (án vsk) að hámarki 1.496.000 kr. Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast áfram í samræmi við notkun að hámarki 40.000 KWh/ári. Við styrkveitinguna er gerður samningur sem miðast við 15 ár á viðkomandi fasteign en eftir þann tíma er aftur hægt að sækja um sambærilegan styrk á sömu fasteign.