Rafbílastyrkir
Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi 1. janúar 2024. Nú er hægt að sækja um styrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar.
Sótt er um rafbílastyrki á www.Ísland.is/rafbílastyrkir
Styrkhæf ökutæki:
- Hreinorkutæki
- Losunarfrí ökutæki
Styrkhæfi nær til ökutækja í eftirfarandi flokkum:
- Fólksbílar í flokki M1, þ.m.t. leigubifreiðar og bílaleigubílar
- Sendibílar í flokki N1
Styrkir fyrir ökutæki í flokki fólksbifreiða (M1) og sendibifreiða (N1):
- Ný ökutæki í flokki M1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 900.000 kr.
- Ný ökutæki í flokki N1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 500.000 kr.
Bifreiðaflokkur - Aldur - Styrkupphæð
Réttlát umskipti
Með þessari framkvæmd hefur stjórn Orkusjóðs haft að leiðarljósi að mæta hugmyndafræði um réttlát umskipti með því að veita styrki óháð kaupverði. Þannig fá ódýrustu bílarnir hlutfallslega hæstu styrkina og einnig er sett þak á kaupverð. Enn fremur hefur verið tekið tilliti til þeirra er vilja kaupa innflutt notuð ökutæki og til ökutækja sem eru sérútbúin fyrir fólk með fötlun.
Reglur og skilmálar
Reglur og skilmálar um styrkveitingar til kaupa á ökutækjum er ganga fyrir hreinni orku
1. gr. Tilgangur, markmið og gildissvið.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra veitir styrki vegna kaupa á ökutækjum er hafa engan útblástur, eru hreinorkutæki eða losunarfrí ökutæki og við veitingu þeirra fer samkvæmt þessum reglum. Styrkveitingar fara í gegnum Orkusjóð og er þeim ætlað að hvetja til kaupa á ökutækjum er ganga fyrir hreinni endurnýjanlegri orku í þeim tilgangi að hraða orkuskiptum í samgöngum með það að megin markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Styrkirnir eru veittir til einstaklinga og lögaðila sem eru skráðir sem eigendur styrkhæfra ökutækja hér á landi hjá Samgöngustofu. Styrkhæfi nær til ökutækja í eftirfarandi flokkum:
Fólksbílar í flokki M1, þ.m.t. leigubifreiðar og bílaleigubílar.
Sendibílar í flokki N1, litlar hópferðabifreiðar í flokki N2 og vörubifreiðar í flokki N3.
Hópferðabílar í flokki M2 og M3.
Til styrkhæfra ökutækja teljast bæði ný og innflutt notuð ökutæki. Ákveðin viðmið gilda um hámarks kaupverðmæti ökutækja í flokkum M1 og N1 þ.a. sé kaupverð umfram tiltekið hámark fæst enginn styrkur.
Til nýrra ökutækja teljast þau er fá fyrstu skráningu hér á landi frá og með 1. janúar 2024. Sé ökutæki innflutt notað eftir 1. janúar 2024 fer styrkupphæð eftir því í hvaða flokki ökutæki tilheyrir og eftir atvikum hversu langt er liðið frá fyrstu skráningu þess erlendis.
Á þessum reglum eru undantekningar fyrir ökutæki í flokkum M1 og N1 ef bifreið er sérútbúin fyrir þarfir fólks með fötlun. Að öðru leyti taka styrkupphæðir mið af auglýstum hámarks kaupverðum og styrkupphæðum fyrir hvern flokk bifreiða.
Ökutæki í flokkum M2, M3, N2, N3 eru aðeins styrkhæf ef um ný ökutæki er að ræða.
2. gr. Auglýsingar.
Orkusjóður skal auglýsa ár hvert hvenær og hvernig verður opið fyrir umsóknir um styrki. Í auglýsingu skulu koma fram upplýsingar um þau skilyrði sem ökutæki þurfa að uppfylla til að standast styrkhæfni og þær reglur og skilmála er um styrkveitingarnar gilda. Ákveði ráðherra að leggja fram nánari áherslur við úthlutun styrkja en fram koma í 1. gr. skal það koma fram í auglýsingu.
3. gr. Umsóknir og útborgun styrkja.
Umsóknir vegna kaupa á fólksbifreiðum í flokki M1 og atvinnubifreiða í flokki N1 fer alla jafna fram með stafrænum hætti í gegnum rafrænan aðgang umsækjanda á Ísland.is. Vegna bifreiða í sömu flokkum sem eru sérútbúnar vegna fötlunar kaupanda þarf að liggja fyrir staðfesting Tryggingastofnunar ríkisins (TR) áður en sótt er um á Ísland.is.
Hvað varðar styrkveitingar til ökutækja í flokkum M2, M3, N2 og N3 verður framkvæmd þeirra í gegnum umsóknarferli Orkusjóðs að undangenginni auglýsingu.
Styrkur er aðeins veittur einu sinni vegna hvers styrkhæfs ökutækis. Séu meðeigendur skráðir á hið styrkhæfa ökutæki greiðist styrkur til skráðs aðaleiganda og getur hann einn sótt um styrk.
Uppfylli bæði ökutæki og umsækjandi öll skilyrði og umsækjandi hefur gengist við þeim skilmálum sem liggja til grundvallar styrkveitingu og fram koma í umsóknarferli er styrkur greiddur út innan tveggja daga að jafnaði eftir að umsókn berst.
4. gr. Misnotkun gagna, rangar eða villandi upplýsingar, gagnaöflun.
Verði umsækjandi uppvís að því að veita rangar eða villandi upplýsingar til Orkusjóðs vegna umsóknar sinnar eða notar styrk í öðrum tilgangi en til kaupa á hreinorkuökutæki áskilur sjóðurinn sér rétt til að ógilda styrkveitinguna og krefja styrkþega um endurgreiðslu styrks ásamt kostnaði. Öll slík tilvik verða undantekningarlaust kærð til lögreglu. Í þessu sambandi áskilur Orkusjóður sér rétt til þess að kalla eftir upplýsingum kaup, skráningu og eigendasögu þeirra ökutækja sem styrkt hafa verið. Enn fremur er upplýst að Ríkisendurskoðun hefur víðtækar skoðunarheimildir sem fela í sér heimild til að kalla eftir gögnum og upplýsingum í þessu sambandi.
5. gr. Bann við útflutningi.
Í þeim tilgangi að uppfylla markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þá gengst styrkþegi við því að ökutækið sé einungis skráð hér á landi á meðan það er í hans eigu.
6. gr. Gildistaka
Reglur og skilmálar þessir öðlast þegar gildi.
Spurt og svarað
Hvar sæki ég um styrk?
Svar: https://island.is/rafbilastyrkirHvernig sæki ég um?
Svar: Þú tengist með rafrænum skilríkjum á Ísland.is/rafbilastyrkir og gefur upp bílnúmer þess bíls sem þú átt og telst eiga rétt á styrkveitingu.Hvernig fæ ég styrkinn greiddan?
Svar: Styrkurinn greiðist inn á þá bankabók sem Skatturinn hefur upplýsingar um.Get ég framvísað styrknum til bílasala?
Svar: Nei. Styrkurinn greiðist einungis til þess aðila sem er skráður eigandi bifreiðar og ekkert framsal styrks er mögulegt.Af hverju fæ ég lægri styrk?
Svar: Bíllinn er þá ekki nýr og eldri en sá bíll sem þú miðar við og fékk hærri styrk.Hvenær er styrkurinn greiddur út?
Svar: Innan tveggja daga frá innsendingu styrkbeiðnar.Er hægt að sækja um fleiri en einn bíl? Ef já, hversu marga?
Svar: Hægt er að sækja um styrk til fleiri bíla. Engin fjöldatakmörk eru til staðar.Hvað með aðra flokka bíla, trukkar, strætisvagnar o.fl.?
Svar: Orkusjóður mun auglýsa styrki til þungaflutninga á árinu 2024, með sambærilegum hætti og gert var árið 2023.Er styrkurinn fyrir alla, einstaklinga og fyrirtæki?
Svar: Já, styrkurinn fer til skráðs eiganda bifreiðar, ath. ekki umráðamanns.Af hverju eru metanbílar ekki styrktir?
Svar: Þessir styrkir ná einungis til ökutækja sem hafa engan útblástur, eru hreinorkutæki eða losunarfrí ökutæki.Fæ ég styrk fyrir vetnisbíl?
Svar: Já, ef hann er rafbíll, þ.e. notar efnarafal.Ef ég endurnýja bílinn árlega, fæ ég alltaf styrk?
Svar: Já, en reiknað er með að styrkupphæðir lækki á næstu árum.Eru einhverjar þyngdar- eða stærðartakmarkanir á bílunum?
Svar: Nei, ef bíllinn er flokkaður annað hvort undir M1 eða N1 flokk hjá Samgöngustofu og er 100% rafbíll, þá er hann styrkhæfur.Ef bíllinn er sérútbúinn fyrir fatlaða og kostar meira en 10 milljónir króna, fæst þá enginn styrkur?
Svar: Slíkir sérútbúnir bílar eru undanþegnir ákvæði um hámarks verð og aldursviðmið. Öll kaup á slíkum bílum þurfa að vera með samþykki og í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins áður en umsókn fer fram á Ísland.isEr hámarksverðið, 10 milljónir króna, miðað við bíl með aukahlutum?
Svar: Kaupverðið miðast við bílinn, án aukahluta.Má selja bílinn úr landi?
Svar: Fyrsti eigandi, styrkþegi, má ekki selja bifreiðina úr landi.