Umsóknir Landsvirkjunar um virkjunarleyfi: Hvammsvirkjun og Sigölduvirkjun
28 maí 2024Orkustofnun hefur auglýst umsóknir Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir 95 MW Hvammsvirkjun í Þjórsá og virkjunarleyfi til stækkunar Sigöldustöðvar í Ásahreppi og Rangárþingi ytra.
Auglýsingar vegna umsóknanna voru birtar í Lögbirtingablaðinu 17. maí 2024 þar sem aðilum er málin varða er gefið færi á að kynna sér umsóknirnar og koma á framfæri sjónarmiðum sínum innan fjögurra vikna frá birtingu auglýsinganna, eða til 14. júní 2024.
Smellið hér til að lesa frétt og nálgast gögn um Hvammsvirkjun
Smellið hér til að lesa frétt og nálgast gögn um stækkun Sigöldustöðvar
Fleiri fréttir