Fréttir, opinberar birtingar, starfsmenn og laus störf er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Eftirlit með sérleyfisfyrirtækjum

Raforka er flutt frá raforkuvirkjun til notenda í gegnum flutningskerfi og dreifikerfi.

Flutningur og dreifing raforku er sérleyfisstarfsemi sem þýðir að einungis eitt fyrirtæki má sinna þeirri þjónustu á hverju svæði. Raforkueftirlitið hefur eftirlit með fyrirtækjum í flutningi og dreifingu til að tryggja þjóðhagslega hagkvæman rekstur og fjárfestingar í raforkukerfinu.

 

Flutningskerfið flytur mikið magn raforku á hárri spennu á milli landshluta, en dreifikerfið dreifir síðan raforkunni á lægri spennu til einstakra notenda.

Hver raforkunotandi er bundinn ákveðinni dreifiveitu, sem hefur sérleyfi til dreifingar raforku á viðkomandi dreifiveitusvæði þar sem notandinn er staðsettur. Á hinn bóginn er notendum frjálst að kaupa raforkuna sjálfa af hvaða sölufyrirtæki sem er.

Landsnet sér um allan flutning raforku á Íslandi en fimm dreifiveitur sjá um dreifingu.

Kerfisstjórnun flutnings er í höndum Landsnets og kerfisstjórnun dreifingar er í höndum hverrar dreifiveitu.

Dreifiveiturnar eru HS Veitur, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, RARIK og Veitur.

HS Veitur

HS Veitur dreifa raforku á Reykjanesskaga, í Hafnarfirði, á Álftanesi og syðri hluta Garðabæjar, í Árborg og í Vestmannaeyjum.

Norðurorka

Norðurorka dreifir raforku á Akureyri.

Orkubú Vestfjarða

Orkubú Vestfjarða dreifir raforku á Vestfjörðum.

RARIK

RARIK dreifir raforku út um allt land að slepptum Vestfjörðum, suðvesturhorninu, Árborg, Vestmannaeyjum og Akureyri.

Veitur

Veitur dreifa raforku í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ norðan Hraunholtslækjar (Vífilsstaðalækjar), Mosfellsbæ, Kjalarnesi og á Akranesi.