Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fjárfestingaráætlanir dreifiveitna

Dreifiveitur útbúa fjárfestingaráætlanir og senda til raforkueftirlitsins til yfirferðar. Er það gert í fyrsta skipti árið 2023.

Fjárfestingaráætlunin skal sýna áætlaðar, sundurliðaðar árlegar fjárfestingar ásamt kostnaðaráætlun vegna þeirra yfir næstu fimm til tíu ár, markaðsgreiningu og kerfisgreiningu.

Tilgangurinn með áætluninni er að raforkueftirlitið, og viðskiptavinir dreifiveitna, ásamt öðrum hagaðilum, hafi yfirlit yfir heildarmyndina í fjárfestingum og núverandi stöðu dreifikerfisins, og að áætlunin gefi einnig innsýn í greiningu á valkostum til að auka skilvirkni dreifikerfisins og takast á við orkuskipti.

Einnig á fjárfestingaráætlunin að fjalla um sveigjanleika hvað varðar aukna skilvirkni og nýtingu á sveigjanleika framboðs og eftirspurnar til að lækka eða fresta fjárfestingarþörf. Slík greining getur náð til einstakra dæma þar sem stórir flöskuhálsar eru í kerfinu, s.s. stofnstrengir eða dreifistöðvar sem ekki eru að úreldast en gæti þurft að uppfæra vegna orkuskipta. Dæmi um sveigjanleika eru skerðanleg dreifing, rafgeymar, varaafl og notkunarsvörun. Notkunarsvörun er t.d. verðhvatar til notenda til að minnka notkun á álagstímum eða að notendum sé greitt fyrir að minnka notkun þegar þörf er á.

Raforkueftirlitið mun ekki nota fjárfestingaráætlunina til að fá einstaka framkvæmdir til umsagnar heldur einungis hafa hana til hliðsjónar við uppgjör tekjumarka, og ræða einstaka þætti við dreifiveitur ef þörf er á, t.d. varðandi forgangsröðun m.t.t. raforkulaga og orkustefnu Íslands.

Fjárfestingaráætlanir dreifiveitna 2024-2028