Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Verulegar fjárfestingar fyrirsjáanlegar í innviðum raforkukerfisins

Verulegar fjárfestingar fyrirsjáanlegar í innviðum raforkukerfisins

28 ágúst 2024
Verulegar fjárfestingar fyrirsjáanlegar í innviðum raforkukerfisins

Raforkuvísar fyrir ágúst 2024 eru komnir út, í skýrslunni kemur meðal annars fram að væntar fjárfestingar í raforkukerfinu næstu fimm ár munu vara stigvaxandi og árlegar fjárfestingar ná allt að 200 milljörðum árið 2028. Stærstur hluti fjárfestinga í raforkukerfinu er í aukinni raforkuvinnslu en einnig eru verulegar fjárfestingar áætlaðar í flutningi og dreifingu raforku sem styðja m.a. við orkuskipti og aukna orkunýtni. 

Áætlað umfang fjárfestinga í skýrslunni byggir á upplýsingum sem Orkustofnun og Raforkueftirlitið hafa birt á undanförnum mánuðum í orkuspá og almennu talnaefni, ásamt nýrri greiningu í skýrslu raforkuvísa.  

Í nýútgefnum raforkuvísum koma einnig fram upplýsingar um þróun í raforkuvinnslu, raforkuöryggi, heildsöluverð og orkunýtni.  

  • Hlutfall tryggðar forgangsorku á 1. ársfj. 2025 er nú um 88% af orkuþörf og hefur farið hækkandi síðastliðna mánuði.  
  • Forgangsnotkun almennra notenda raforku jókst um 5,7% á 2. ársfj. og má gera ráð fyrir að hluti þeirrar aukningar séu notendur sem áður keyptu skerðanlega orku.  
  • Raforkunotkun stórnotenda og skerðanlegra almennra notenda raforku hefur dregist umtalsvert saman frá fyrri árum. 
  • Vinnsla raforku á 2. ársfj. 2024 lækkaði um 4,7% frá fyrra ári vegna lágrar stöðu lóna vatnsaflsvirkjana.  
  • Heildsöluverð raforku í ágúst er 7,7 krónur á kílóvattstund. Sölufyrirtæki raforku kaupa raforku á heildsölumarkaði eða framleiða raforkuna sjálf sem þau selja til heimila og almennra fyrirtækja. 

Sjá nánar á: https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka