Uppruni raforku - stöðluð yfirlýsing
11 júní 2024
Uppruni raforku
Orkustofnun hefur reiknað út uppruna raforku á Íslandi fyrir árið 2023
Sölufyrirtæki sem ekki afskrá upprunaábyrgðir eða sambærilegar afurðir skulu gefa út staðlaða yfirlýsingu.
Orkustofnun hefur reiknað út uppruna raforku fyrir árið 2023 sem er birt í staðlaðri yfirlýsingu. Niðurstöðurnar sjást hér:

Úrgangsefni miðað við uppruna raforku 2023

Upplýsingar sem fram koma í útreikningum Orkustofnunar eiga að birtast notendum raforku árlega á eða með reikningum.
Athygli er vakin á því að eins og fram kemur í stöðluðu yfirlýsingunni er nánast öll raforkuframleiðsla á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Einungis 0,02% er frá jarðaefnaeldsneyti. Meirihluti raforku í Evrópu á hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku og skýrir það að í útreikningi Orkustofnunar á raforkuleifinni fyrir Ísland er líka jarðefnaeldsneyti og kjarnorka.
Einnig er bent á það að til að raforkusali getir vottað að hann selji 100% endurnýjanlega raforku þá þarf hann að afskrá a.m.k. jafn mikið magn af upprunaábyrgðum og hans raforkusala.
Sjá nánar hér að neðan:



TEXTI OG TÖFLUR FYRIR SÉRTÆKU YFIRLÝSINGUNA
https://orkustofnun.is/raforkueftirlit/uppruni/sertaek-yfirlysing
Sértæk yfirlýsing 2023
Orkustofnun hefur gefið út eina sértæka yfirlýsingu fyrir árið 2023.
Sölufyrirtæki raforku sem afskráir upprunaábyrgðir í eigin þágu ber að birta sértæka yfirlýsingu. Birta á sértæka yfirlýsingu fyrir 1. júlí ár hvert, sbr. reglugerð nr. 757/2012.
Sértæka yfirlýsingin sýnir hlutfall af afskráðri raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum hætti, eða það magn af raforku sem upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út fyrir, í hlutfalli við heildarsölu fyrirtækisins. Þegar sölufyrirtæki afskráir upprunabyrgðir í eigin þágu eykst vægi á uppruna raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum hætti. Nánar er kveðið á um sértæka yfirlýsingu í 9. og 10. gr. framangreindrar reglugerðar.
Fyrir árið 2023 er eitt fyrirtæki með sértæka yfirlýsingu. Þetta fyrirtæki hefur því afskráð upprunaábyrgðir fyrir allri sölu á rafmagni fyrir árið 2023. Fyrirtækið selur því 100% endurnýjanleg raforka. Sölufyrirtæki er Orka heimilanna. Sjá hér: https://orkustofnun.is/raforkueftirlit/uppruni/sertaek-yfirlysing