Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum

Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum

3 janúar 2024
Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum

Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tekur gildi 1. janúar 2024 þar sem hægt verður að sækja um styrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti.  Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar.

Sótt er um rafbílastyrki á www.Ísland.is/rafbílastyrkir 

Styrkhæf ökutæki:

  • Hreinorkutæki
  • Losunarfrí ökutæki

Styrkhæfi nær til ökutækja í eftirfarandi flokkum:

  • Fólksbílar í flokki M1, þ.m.t. leigubifreiðar og bílaleigubílar
  • Sendibílar í flokki N1

Styrkir fyrir ökutæki í flokki fólksbifreiða (M1) og sendibifreiða (N1):

  • Ný ökutæki í flokki M1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 900.000 kr.
  • Ný ökutæki í flokki N1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 500.000 kr.

Nánari upplýsingar