Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Fréttir
Mjög viðkvæm staða raforkuöryggis á fyrsta ársfjórðungi 2025 og 2026

Mjög viðkvæm staða raforkuöryggis á fyrsta ársfjórðungi 2025 og 2026

6 desember 2024
Mjög viðkvæm staða raforkuöryggis á fyrsta ársfjórðungi 2025 og 2026

Fimmtu raforkuvísar 2024 eru nú komnir út. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að staða raforkuöryggis sé mjög viðkvæm á fyrsta ársfjórðungi áranna 2025 og 2026 samkvæmt nýjum upplýsingum og greiningu á orkujöfnuði. Raforkuöryggi er metið m.a. með spá Raforkueftirlitsins um vænta eftirspurn og framboð raforku, ásamt óvissubili um þætti sem geta valdið lægri framleiðslu eða aukinni eftirspurn. Einnig eru birtar uppfærðar upplýsingar um hversu vel sölufyrirtæki hafa tryggt orkukaup sín fram í tímann.

Mjög viðkvæm staða raforkuöryggis þýðir að óvissa ríkir um að næg raforkuvinnsla verði til staðar fyrir afhendingu á forgangsorku. Mikilvægt er í þessari stöðu að halda áfram að greina horfur með ítarlegum og gagnsæjum hætti. Undirbúa þarf mögulegar mótvægisaðgerðir. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að gera breytingar á raforkulögum og tryggja að  Raforkueftirlitið hafi skýrar heimildir til ákvarðanatöku um raforkuöryggi og fullnægjandi lagaheimildir til markaðseftirlits. Virkari raforkumarkaður mun einnig stuðla að því að jafnvægi náist milli framboðs og eftirspurnar.  

Ofangreindur orkujöfnuður nær til næstu átta ársfjórðunga þar sem ítarleg greining á væntri framleiðslu er borin saman við forgangsnotkun og skerðanlega notkun. Raforkueftirlitið hefur frá hausti 2023 safnað mánaðarlega upplýsingum frá öllum helstu vinnslufyrirtækjum og sölufyrirtækjum um vænta framleiðslu og sölu sem orkujöfnuðurinn byggir á.

Í nýútgefnum raforkuvísum koma einnig fram upplýsingar um orkuinnihald uppistöðulóna, markaðshlutdeild fyrirtækja á smásölumarkaði raforku, ásamt markaðshlutdeild vinnslufyrirtækja í framboði á almennan markað. Þessar upplýsingar hafa ekki verið birtar áður hér á landi.

Sjá nánar á: https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka.