Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkuvísar gefnir út með nýjum gögnum um stöðu raforkumarkaðar  

Raforkuvísar gefnir út með nýjum gögnum um stöðu raforkumarkaðar  

27 maí 2024
Raforkuvísar gefnir út með nýjum gögnum um stöðu raforkumarkaðar  

Orkustofnun hefur frá nóvember síðastliðnum birt mánaðarlegar tölur um stöðu raforkumarkaðar. Ber þessi útgáfa heitið Raforkuvísar og birtist með myndum af áhugaverðri þróun hverju sinni. 

Hlutfall tryggðar almennrar forgangsorku á 1. ársfj. 2025 er 60% og er það lægra hlutfall en í aðliggjandi tímabilum.

Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur safnað upplýsingum um tryggða orku frá sl. hausti vegna stöðu raforkuöryggis og eru niðurstöðurnar nú birtar í fyrsta skipti.  

  • Vinnsla á 1. ársfjórðungi 2024 var nærri -6% lægri en fyrra ár.
  • Raforkunotkun við framleiðslu málma á 1. ársfjórðungi 2024 var -2,4% lægri en fyrra ár.
  • Notkun gagnavera var nærri -30% lægri milli ára.
  • Forgangsorka jókst um 1,0% á 1. ársfjórðungi 2024 frá fyrra ári.
  • Afhent skerðanleg orka var nærri -65% lægri milli ára vegna óhagstæðrar stöðu vatnslóna. 

Sjá nánar á: https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka