Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Kerfisáætlun 2023-2032: Umsagnir viðskiptavina og væntanlegra viðskiptavina flutningsfyrirtækisins

Kerfisáætlun 2023-2032: Umsagnir viðskiptavina og væntanlegra viðskiptavina flutningsfyrirtækisins

10 nóvember 2023
Kerfisáætlun 2023-2032: Umsagnir viðskiptavina og væntanlegra viðskiptavina flutningsfyrirtækisins

Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur móttekið umsagnir viðskiptavina og væntanlegra viðskiptavina flutningsfyrirtækisins vegna meðferðar á kerfisáætlun 2023 – 2032. Umsagnir bárust frá Landsvirkjun, RARIK og Orku náttúrunnar og voru þær sendar flutningsfyrirtækinu til umsagnar sem hluta af samþykktarferli kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2023 – 2032. Umsögn Landsnets við athugasemdum viðskiptavina barst 3. nóvember sl. og hefur hún nú verið send viðskiptavinum og væntanlegum viðskiptavinum flutningsfyrirtækinu að nýju til athugasemda.

Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets. Orkustofnun fékk kerfisáætlun 2023-2032 frá Landsneti til formlegrar meðferðar þann 8.september sl. 

Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. raforkulaga skal Orkustofnun, við yfirferð kerfisáætlunar, hafa samráð við alla núverandi og væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins sbr. 2. mgr. 8. gr. raforkulaga í opnu og gagnsæju samráðsferli og gæta þess að tekið sé tillit til þess sem þar kemur fram.  

Samkvæmt 4. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 970/2016 um kerfisáætlun skulu þeir aðilar sem telja sig vera væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins rökstyðja það sérstaklega. Raforkueftirlit Orkustofnunar (ROE)  metur hvort aðili hafi sýnt fram á með fullnægjandi hætti að hann geti talist væntanlegur viðskiptavinur flutningsfyrirtækisins. 

Í samræmi við 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 970/2016 um kerfisáætlun kynnti ROE áætlunina í Lögbirtingablaðinu með auglýsingu sem birtist í september sl.  Frestur væntanlegra viðskiptavina Landsnets til þess að skila inn athugasemdum var fjórar vikur frá birtingu í Lögbirtingarblaðinu. ROE sendi öllum viðskiptavinum Landsnets kerfisáætlun til umsagnar þann 19. september 2023. Frestur viðskiptavina Landsnets til þess að skila inn athugasemdum var fjórar vikur.

ROE bárust athugasemdir frá Landsvirkjun, RARIK og Orku náttúrunnar. ROE hefur ekki borist athugasemdir frá væntanlegum viðskiptavinum Landsnets.

Í samræmi við 5. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 970/2016 bauð ROE Landsneti að koma á framfæri umsögn vegna framkominna athugasemda viðskiptavina innan fjögurra vikna. Landsnet hefur skilað umsögn sinni og er hún aðgengileg hér að neðan.

Í samræmi við 5. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 970/2016 um kerfisáætlun er umsögn flutningsfyrirtækisins send viðskiptavinum og væntanlegum viðskiptavinum flutningsfyrirtækisins og þeim gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum innan tveggja vikna.

Athugasemdir óskast sendar á netfangið os@os.is í síðasta lagi 23. nóvember 2023. 

Skoða má umsagnir viðskiptavina og væntanlegra viðskipta ásamt umsögn Landsnets vegna framkominna athugasemda hér.