Orkustofnun reiknar út uppruna raforku á Íslandi
19 júní 2021Orkustofnun hefur reiknað út uppruna raforku á Íslandi fyrir árið 2020 sem birtist í svokallaðri staðlaði yfirlýsingu. Samkvæmt reglugerð nr. 757/2012 um birtingu upplýsinga sem eru tengdar upprunaábyrgðum raforku skulu sölufyrirtæki raforku sem selja óupprunavottaða orku (raforkuleifar), þ.e. orku sem engar upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út fyrir, gefa út staðlaða yfirlýsingu fyrir 1. júlí hvert ár, þar sem fram koma upplýsingar um uppruna raforkunnar og úrgangsefni sem henni tengjast, sbr. 5. gr. reglugerðarinnar. Staðlaða yfirlýsingin sýnir endanlega samsetningu orkugjafa eða uppruna raforku á íslenskum raforkumarkaði.
Sölufyrirtækjum sem selja raforkuafurðir, eða upprunavottaða orku, ber hins vegar að útbúa sértæka yfirlýsingu fyrir 1. júlí ár hvert. Sértæka yfirlýsingin sýnir magn afskráningar á viðkomandi raforkusölufyrirtæki í MWh. Samkvæmt ofangreindri reglugerð eiga sölufyrirtæki raforku sem afskrá upprunaábyrgðir í eigin þágu að birta sértæka yfirlýsingu.
Sjö raforkusölufyrirtæki hafa nú afskráð nægilegt magn upprunaábyrgða til að þau teljist selja raforku með 100 % endurnýjanlegri raforku. Þessi fyrirtæki er heimilt að birta viðskiptavinum sínum upplýsingar um uppruna raforku samkvæmt því. Eitt sölufyrirtæki sem er nýtt á markaðnum og þarf að birta viðskiptavinum sínum uppruna raforku samkvæmt stöðluðu yfirlýsingunni.
Orkustofnun birtir hér með staðla yfirlýsing og sértækar yfirlýsingar sem sölufyrirtæki raforku geta notað í upplýsingagjöf til sinna viðskiptavina.
Nánari upplýsingar má sjá á vef Orkustofnunar á eftirfarandi stöðum: