Breytingar á gjaldskrá Landsnets 1. janúar 2025
23 desember 2024Þann 6. nóvember síðastliðinn barst Raforkueftirlitinu tillaga frá Landsneti um breytingar á gjaldskrá nr. 54. Í tillögunni kom meðal annars fram áform Landsnets um að endurgreiða innmötunargjald fyrir tímabilið frá apríl 2022 til október 2023.
Við yfirferð tillögunnar óskaði Raforkueftirlitið eftir frekari gögnum og upplýsingum þann 28. nóvember síðastliðinn. Eftir að umbeðin gögn og rökstuðningur höfðu borist, lauk eftirlitið yfirferð sinni á útreikningum og gögnum Landsnets vegna breytinga á gjaldskrá nr. 54. Raforkueftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu tilefni til frekari athugasemda.
Breytingarnar fela í sér hækkun á gjaldtöku vegna dreifiveitna, stórnotenda, flutningstapa og kerfisþjónustu. Auk þess mun gjaldskráin innihalda viðbótarhækkun fyrir stórnotendur sem tengist endurgreiðslu á ólögmætu innmötunargjaldi.
Ný gjaldskrá tekur gildi þann 1. janúar 2025.
Allir sem vilja kynna sér nánari upplýsingar geta fundið dreifibréf með ákvörðun Raforkueftirlitsins, athugasemdir við gjaldskrá nr. 54, rökstuðning Landsnets og minnisblað frá lögfræðiþjónustu Raforkueftirlitsins hér: Gjaldskrárbreytingar og ákvarðanir — Orkustofnun