Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið til starfa
2 janúar 2025Umhverfis- og orkustofnun tók til starfa um áramótin
Orkustofnun var lögð niður 31. desember 2024. Þann 1. janúar 2025 tók Umhverfis- og orkustofnun til starfa.
Það má búast við einhverri skerðingu á þjónustu fyrstu dagana á nýju ári.
Heimasíða fyrir nýju stofnunina er í vinnslu undir uos.is. Á meðan verða heimasíður Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar aðgengilegar.
Verkefni Umhverfis- og orkustofnunar
Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Stofnunin fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar. Þar á meðal eru verkefni í fjölbreyttum málaflokkum:
- Efnamál
- Eftirlit
- Haf og vatn
- Hringrásarhagkerfi
- Loftgæði
- Loftslags- og orkusjóður
- Losunarheimildir
- Orkuskipti
- Orkunýtni