Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Orkusjóður - 137 styrkir til orkuskipta

Orkusjóður - 137 styrkir til orkuskipta

11 júlí 2022
Orkusjóður - 137 styrkir til orkuskipta

Tilkynnt hefur verið um styrki Orkusjóðs, en 137 verkefni fá styrk úr Orkusjóði í ár.  Sjóðurinn að þessu sinni er um 900 milljónir og er það hæsta úthlutun til verkefna í orkuskiptum hingað til

Eins og segir í fréttatilkynningu á síðu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins  þá getur sjóðurinn nú í fyrsta sinn veitt umtalsverð styrkvilyrði til framleiðslu rafeldsneytis og nýtingu þess í stærri samgöngu- og flutningstækjum. Sjóðurinn hefur nú bolmagn til að styrkja endurnýjaða vegferð Íslands til notkunar á vetni í stórum flutningstækjum á landi með styrkveitingum til Clara Arctic Energy ehf. og Vetnis ehf. sem stuðla m.a. að vetnisvæðingu flutningstækja hjá Eimskip og Samskip. Þá eru verkefni varðandi varmadælur og nýtingu jarðvarma einnig styrkhæf nú. Margvísleg verkefni tengd framleiðslugreinum fá styrki. Flestir styrkirnir eru til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta samkomustaði. Dreifing upphæða var nokkuð jöfn milli áhersluflokka, en mestu þó veitt til flokksins raf- og lífeldsneyti og metan.

Sjá upplýsingar um styrki ásíðu Orkusjóðs.