Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Ný greiningarútgáfa og talnaefni Orkustofnunar

Ný greiningarútgáfa og talnaefni Orkustofnunar

25 janúar 2024
Ný greiningarútgáfa og talnaefni Orkustofnunar

Orkustofnun hefur frá nóvember síðastliðnum birt mánaðarlegar tölur um raforkuvinnslu, notkun og nýtni með aðgengilegri hætti en áður hefur verið gert. Ber þessi útgáfa heitið Raforkuvísar og birtist bæði með gagnaskjali og greiningarskjali með myndum af áhugaverðri þróun hverju sinni.

Ætlunin er að birta raforkuvísana mánaðarlega að vetri til þegar eftirspurn eftir raforku er mest. Sjá nánar á: https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka

Ný gögn hafa á síðastliðnum vikum einnig verið birt fyrir jarðvarma, sem sýna m.a. vinnslu eftir veitusvæðum og notkun eftir tegund notenda. Gögnin eru einnig aðgengileg undir talnaefni á vefsíðu Orkustofnunar.