Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Leiðbeiningar um flokkun kostnaðar vegna rannsóknar- og þróunarverkefna

Leiðbeiningar um flokkun kostnaðar vegna rannsóknar- og þróunarverkefna

1 október 2024
Leiðbeiningar um flokkun kostnaðar vegna rannsóknar- og þróunarverkefna

Raforkueftirlitið hefur birt nýjar leiðbeiningar sem snúa að flokkun kostnaðar vegna rannsóknar- og þróunarverkefna í tengslum við raforkudreifingu og flutninga. Þessar leiðbeiningar eru í samræmi við 3. mgr. 12. og 17. gr. raforkulaga.

Tilgangur leiðbeininganna

Leiðbeiningarnar miða að því að:

  • Styðja við nýsköpun og framfarir á sviði dreifingar og flutnings orku á Íslandi
  • Veita aðstoð til verkefna sem eru á hugmynda- eða frumstigi þróunar.
  • Skilgreina reglur um hvað telst til viðurkennds kostnaðar.

Ferli samráðs

Raforkueftirlitið barst tvennar umsagnir frá RARIK varðandi leiðbeiningar þessar og hefur ROE tekið tillit til þeirra við gerð lokaútgáfunnar. Engar aðrar umsagnir bárust ROE vegna leiðbeininganna.

Leiðbeiningunum er ætlað að tryggja að kostnaður við rannsóknar- og þróunarverkefni, sem fellur undir flutningsfyrirtæki og dreifiveitur, sé rétt flokkaður sem viðbótarrekstrarkostnaður. Þetta ætti að auðvelda fyrirtækjunum að vinna að nýsköpun og þróun á sviði orkumála.

Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á heimasíðu Raforkueftirlitsins hér.