Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Viltu taka þátt í mótun orkuumhverfis á Íslandi?

Viltu taka þátt í mótun orkuumhverfis á Íslandi?

15 mars 2022
Viltu taka þátt í mótun orkuumhverfis á Íslandi?

Orkustofnun auglýsir ný störf sem munu gegna lykilhlutverki í mótun umgjarðar orkumála í takt við kröfur samtímans þar sem áhersla er lögð á orkuskipti, nýsköpun og loftslagsmál.

Orkustofnun auglýsir ný störf sem munu gegna lykilhlutverki í mótun umgjarðar orkumála í takt við kröfur samtímans þar sem áhersla er lögð á orkuskipti, nýsköpun og loftslagsmál. Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands. Hlutverk hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla að nýsköpun og upplýstri umræðu og að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla.

Stefna Orkustofnunar er að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt vandað eftirlit. Orkustofnun leggur áherslu á að vera framsýn, traust og skilvirk.

Þróunarstjóri gagna

Tilgangur starfsins er að nútíma- og sjálfvirknivæða gagnamál Orkustofnunar í því skyni að setja fram hagnýtar upplýsingar og greiningar sem nýtast til ákvarðanatöku og bæta upplýsingagjöf til sérfræðinga, stjórnvalda og almennings.

· Við leitum að kraftmiklum umbreytingaleiðtoga með þekkingu á uppbyggingu og hagnýtingu gagnagrunna og greiningartóla, hæfni til að setja fram gögn á skýran, faglegan og gagnvirkan máta og brennandi áhuga á á greiningu, nýtingu og framsetningu gagna.

Sérfræðingur á sviði vindorku og sjálfbærrar auðlindanýtingar 

Tilgangur starfsins er að taka þátt í að móta umgjörð vindorkumála á Íslandi til framtíðar og stuðla að uppbyggingu þekkingar á sviðinu.

· Við leitum að framsýnum sérfræðingi með þekkingu og reynslu á sviði vindorku og brennandi áhuga á orku- og umhverfismálum og sjálfbærri auðlindanýtingu í víðu samhengi

Sérfræðingur á sviði raforkurekstrar og hagræns eftirlits 

Tilgangur starfsins er að greina rekstarforsendur fyrirtækja á raforkumarkaði og hafa eftirlit með rekstri dreifiveitna og flutningsfyrirtækis raforku. Meðal annars að tryggja fylgni við raforkulög, hafa eftirlit með tekjumörkum og rekstri og ákvarða tekjumörk og eftirlit með gjaldskrám raforkufyrirtækja.

· Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með gott fjármálalæsi, reynslu af rekstrareftirliti og ríka hæfni til sjálfstæðra vinnubragða.

Sérfræðingur í greiningu orkumarkaðar 

Tilgangur starfsins er gagnasöfnun, þróun mælaborðs orkumála og vinna tengd orkuspám og rekstrarhermunum raforkukerfisins.

· Við leitum að öflugum greinanda með mikla færni í hagnýtingu gagnasafna, færni til að greina og miðla gögnum á skýran og faglegan máta og brennandi áhuga á þróun orkumála.

Verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar 

Tilgangur starfsins er að halda utanum starfsemi Orkuseturs Orkustofnunar, vinna að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar og styðja við verkefni tengd orkuskiptum, loftslagsmálum og nýsköpun. Starfsstöð verkefnastjóra Orkuseturs Orkustofnunar er á Akureyri

· Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á loftslagsmálum, orkumálum og orkuskiptum, og reynslu í að leiða verkefni og virkja ólíka aðila til samstarf

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfi út frá hæfnikröfum auglýsingar.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða fullt starfshlutfall. Starf verkefnastjóra Orkuseturs Orkustofnunar er með starfsstöð á Akureyri, önnur auglýst störf eru með starfsstöð í Reykjavík, nema um annað sé samið.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Ólafur Dan Snorrason, rekstrar- og starfsmannastjóri - olafur.dan.snorrason@os.is og Anna Lilja Oddsdóttir, sérfræðingur - anna.lilja.oddsdottir@os.is

Umsóknum skal skilað í gegnum 50skills.

Umsóknafrestur er til og með 28.mars 2022

Umsóknir eru gildar í sex mánuði frá birtingu þessarar auglýsingar innan stofnunarinnar og umsóknir gilda í öll störf þessarar auglýsingar. Orkustofnun stefnir að því að halda jöfnu kynjahlutfalli í starfsliði sínu. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir eru gildar vegna starfa hjá stofnuninni í 6 mánuði frá birtingu þessarar auglýsingar.