Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Vilt þú taka þátt í mótun sjálfbærrar auðlindanýtingar?

Vilt þú taka þátt í mótun sjálfbærrar auðlindanýtingar?

28 maí 2024
Vilt þú taka þátt í mótun sjálfbærrar auðlindanýtingar?

Orkustofnun leitar að framsæknum sérfræðingi á svið sjálfbærrar auðlindanýtingar.

Meginábyrgðarsvið sérfræðingsins lýtur að eftirliti með nýtingu náttúruauðlinda landsins, svo sem vinnslu raforku og nýtingu grunnvatns, jarðhita og jarðefna.

Einnig mun hann sjá um samskipti við leyfishafa, öflun gagna, úrvinnslu talna- og fræðsluefnis ásamt því að veita leiðbeiningar til leyfishafa.

Tilgangur starfsins er að tryggja að hagnýting auðlinda sé í samræmi við viðmið sjálfbærrar þróunar og að aðstoða við mótun á framkvæmd auðlindanýtingar á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með hagnýtingu grunnvatns, yfirborðsvatns, jarðefna, jarðhita og rekstri virkjana í samstarfi við aðra sérfræðinga í teymi auðlindaeftirlits.
 • Öflun og rýni gagna um auðlindanýtingu í samræmi við leyfisveitingar fyrir nýtingu vatns, jarðhita og jarðefna og rekstri virkjana.
 • Þátttaka í mótun stefnu og umgjarðar auðlindanýtingar í þágu þjóðar í samvinnu við stjórnendur og aðra sérfræðinga Orkustofnunar, stjórnvöld, almenning og hagaðila.
 • Alþjóðasamstarf í samhengi sjálfbærrar auðlindanýtingar.
 • Miðlun upplýsinga og þekkingar.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á meistarastigi á sviði rafmagnsverkfræði, orkuverkfræði, vélaverkfræði, jarðvísinda, umhverfisfræða, umhverfisverkfræði eða öðrum tengdum greinum sem nýtast í starfi.
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er skilyrði.
 • Reynsla af stjórnun verkefna og þverfaglegri samvinnu.
 • Hæfni í að setja fram skýr markmið og áætlanir og að ljúka verkefnum.
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði, drifkraftur, skilvirkni, jákvæðni og faglegur metnaður.
 • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi.
 • Áhugi á orku- og umhverfismálum og sjálfbærri auðlindanýtingu í víðu samhengi.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða 100% starf. Starfsstöðvar eru bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Orkustofnun hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2024.

Nánari upplýsingar veitir

Frekari upplýsingar veitir Kristján Geirsson, sviðsstjóri, kg@os.is

Sækja um starf