Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Vilt þú taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins?

Vilt þú taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins?

28 maí 2024
Vilt þú taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins?

Raforkueftirlit Orkustofnunar leitar að metnaðarfullum lögfræðingi til starfa. Ef þú vilt taka þátt í að móta framtíð íslenska raforkumarkaðarins og stuðla að aukinni samkeppni og skilvirkni í raforkuviðskiptum þá hvetjum við þig til að sækja um.

Raforkueftirlitið hefur það hlutverk að:

  • Tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og stuðla að hagkvæmri uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa.
  • Hafa eftirlit með því að fyrirtæki á raforkumarkaði starfi samkvæmt raforkulögum.
  • Gæta jafnræðis milli sölufyrirtækja raforku og tryggja neytendavernd.
  • Stilla tekjumörk sérleyfisfyrirtækja og tryggja sanngjarnt verð fyrir raforku.

Raforkueftirlitið vinnur einnig að því að stuðla að nýsköpun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.

Hjá Raforkueftirliti Orkustofnunar færðu tækifæri til að:

  • Hafa áhrif áramtíðina: Tækifæri til að móta framtíð raforkumarkaðarins á Íslandi og tryggja að hann starfi á sanngjörnum og skilvirkum forsendum.
  • Stuðla að neytendavernd: Vinna að því að tryggja réttindi neytenda og stuðla að virku samkeppnisumhverfi.
  • Vinna að umhverfismálum: Stuðla að aukinni nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka þátt í að móta stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda.
  • Vaxa faglega: Krefjandi og fjölbreytt verkefni sem veita einstakt tækifæri til faglegs þroska og þróunar á sviði orkuréttar og opinbers eftirlits.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Markaðseftirlit með raforkumörkuðum. 
  • Gerð álitsgerða og stjórnsýsluákvarðana. Umsjón með margvíslegum stjórnsýslu- og kærumálum. 
  • Gerð stjórnsýslufyrirmæla, reglna og leiðbeininga. 
  • Lögfræðileg þátttaka og ábyrgð við úrlausn verkefna Raforkueftirlits.
  •  Undirbúningur  og gerð umsagna og álitsgerða til ráðuneyta og stjórnvalda. 
  • Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi á regluverki raforku. 
  • Þátttaka í samstarfi við alþjóðasamtök og erlendar systurstofnanir. 
  • Lögfræðileg og stjórnsýsluleg rýni á öðrum raforkumálum ásamt aðstoð við önnur tilfallandi verkefni Orkustofnunar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Embættispróf, mag. jur. í lögfræði eða sambærilegt próf. 
  • Þekking á sviði raforkumála, til dæmis á starfsemi sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu, markaðseftirliti og viðskiptahátta á raforkumarkaði.  
  • Þekking á sviði stjórnsýsluréttar. 
  • Reynsla af ritun lögfræðilegra umsagna og álitsgerða. 
    Innsýn í laga og regluumhverfi raforkumála. 
  • Góð færni í framsögn og framsetningu texta bæði á íslensku og ensku.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði, sköpunargleði, drifkraftur, skilvirkni, nákvæmni og metnaður.  
  • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi. 

Raforkueftirlitið er sjálfstæð eining innan Orkustofnunar sem fer með eftirlit með fyrirtækjum á raforkumarkaði í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 og ber að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og hagkvæma uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa raforku. 

Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands. Hlutverk hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla að nýsköpun og upplýstri umræðu og að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla. Stefna Orkustofnunar er að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt vandað eftirlit. Orkustofnun leggur áherslu á að vera framsýn, traust og skilvirk. 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfi út frá hæfnikröfum auglýsingar.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við stéttarfélag lögfræðinga. Um er að ræða fullt starfshlutfall. 

Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. 

Orkustofnun hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2024.

Nánari upplýsingar veitir

Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri raforkueftirlits,  hbk@os.is.  

Sækja um starf