Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Barátta sem skiptir máli

Barátta sem skiptir máli

24 október 2023
Barátta sem skiptir máli

Við óskum landsmönnum öllum hjartanlega til hamingju með Kvennafrídaginn, daginn þar sem konur ruddu brautina fyrir kynslóðir dagsins með verkfalli sínu árið 1975. Enn er verk að vinna víða í jafnréttismálum ekki síst í orkugeiranum og hvetur Orkustofnun okkur öll til að leggja hönd á plóg. Undanfarin ár hefur stofnunin stuttvið framgöngu kvenna í stjórnendastöðum, innleitt jafnlaunavottun fyrir störf innan stofnunarinnar og í fyrsta sinn í sögunni náðist sá árangur að kvenleiðtogar sátu í hlutverkiorkumálastjóra og staðgengli hans. Með skýrri stefnu höldum viðáfram að vinna að styðja við málstaðinn enda leysist orka samfélagsins sannarlega úr læðingi þegar allir fá að njóta sín til fulls.

Mynd: Forsíða Morgunblaðsins 25. október 1975. 48 ár eru liðin frá því að um 15 þúsund íslenskar konur lögðu niður störf og fylktu liði á Lækjartorg.