Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Við leitum að lögfræðingi með brennandi áhuga á orkumálum og stjórnsýslu

Við leitum að lögfræðingi með brennandi áhuga á orkumálum og stjórnsýslu

4 janúar 2024
Við leitum að lögfræðingi með brennandi áhuga á orkumálum og stjórnsýslu

Raforkueftirlit Orkustofnunar leitar að lögfræðingi með brennandi áhuga á orkumálum og stjórnsýslu til að nýta þekkingu sína til rýni, umsagna og ákvarðanatöku. Um er að ræða afar spennandi, tímabundið starf til eins árs, með möguleika á framlengingu, sem reynir á lögfræðilega kunnáttu og færni. Starfið býður upp á mikil tækifæri. Umsóknarfrestur til 15. janúar 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Lögfræðileg þátttaka og ábyrgð við úrlausn verkefna á sviði raforkueftirlits. 
  • Lögfræðileg og stjórnsýsluleg rýni og gerð umsagna og álitsgerða. 
  • Umsjón með margvíslegum stjórnsýslu- og kærumálum. 
  • Vinna að verkefnum tengdum eftirliti með leyfisskyldri starfsemi og nýtingu raforku. 
  • Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi á regluverki. 
  • Gerð tillagna og umsagna um lagafrumvörp og reglugerðir. 
  • Aðkoma að og gerð umsagna og álitsgerða til annarra stjórnvalda. 
  • Samskipti við stjórnvöld og fyrirtæki í tengslum við ofangreint. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Embættispróf, ML í lögfræði eða sambærilegt próf. 
  • Þekking og starfsreynsla á sviði stjórnsýsluréttar. 
  • Reynsla af gerð umsagna og álitsgerða. 
  • Innsýn í laga- og regluumhverfi orkumála. 
  • Þekking og starfsreynsla á sviði auðlinda- og orkumála er kostur. 
  • Góð færni í framsögn og framsetningu texta bæði á íslensku og ensku. 
  • Brennandi áhugi á orku- og umhverfismálum í víðu samhengi. 
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni. 
  • Frumkvæði, sköpunargleði, drifkraftur, skilvirkni, nákvæmni og metnaður. 
  • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi. 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið út frá hæfnikröfum auglýsingar. 

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða fullt starfshlutfall. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2024. Frekari upplýsingar veitir Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar, í gegnum netfangið hbk@os.is  

Sjá einnig hér.