Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Útboð verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Útboð verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

28 september 2021
Útboð verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Markmið áætlunarinnar er að minnka kolefnislosun og auka orkuöryggi í Króatíu með bættri tækni, sem er í samræmi við áherslur Uppbyggingasjóðs EES.
Lögð er áhersla á eftirfarandi stuðningssvið:

  •      Endurnýjanlega orku
  •      Orkunýtni
  •      Orkuöryggi
  •      Að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga
  •      Aðlögun að loftslagsbreytingum

Markmið áætlunarinnar er minni kolefnislosun orkuframleiðslu og aukið afhendingaröryggi sem ætlunin er að skili sér í tveimur megin atriðum     

  • aukinni orkunýtni
  •  aukinni endurnýjanlegri orkuframleiðslu.

Heildarupphæð útboðs er 3 milljónir evra,  verkefni geta verið á bilinu 200.000 – 1,3 milljónir evra og er styrkupphæð 85%. Skilafrestur umsókna er til 29. nóvember 2021.

Í Króatíu eru hagstæð skilyrði fyrir notkun endurnýjanlegrar orku vegna legu landsins, jarðfræði og loftslags. Í Króatíu eru jarðhitamöguleikar, þar eru meira en 25 jarðhitasvæði og staðfestur hefur verið jarðhiti með meira en 4000 holum sem boraðar voru við olíu- og gasrannsóknir á umliðnum áratugum.

Flest jarðhitasvæði í Króatíu eru með hitastig á bilinu 50-120°C, sem gerir kleift að nýta jarðhita til upphitunar. Flutningur varmaorku yfir lengri vegalengdir er dýr og getur ekki verið réttlætanlegur í augnablikinu, sem þýðir að nýting jarðhitans er aðeins framkvæmanleg í hlutfallslegu nágrenni hans.
Umsóknir skulu studdar áætlunum um þróun jarðhitaverkefna. Útboðið vísar til áherslusviðs áætlunarinnar - endurnýjanleg orka.  Einnig er gert ráð fyrir að verkefnin stuðli að því að draga úr losun CO2 og auka afhendingaröryggi.

Nánari upplýsingar um útboðið má finna hér.

Einnig má vísa áhugasömum á skýrslu Orkustofnunar um möguleg jarðhitaverkefni í Króatíu sem gerð var 2017,  sem auðveldað getur undirbúning umsókna og verkefna -   Geothermal Energy Utilization Potential in Croatia  

Orkustofnun veitir einnig nánari upplýsingar.