Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

24 febrúar 2023

Þann 17. febrúar kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sinn í máli er varðaði ákvörðun Orkustofnunar frá 8. nóvember 2022 um að vatnstaka Vatnsveitufélags frístundalóðaeigenda í Indriðastaðalandi væri ekki leyfisskyld á grundvelli laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998. Kærandi var landeigandi að Indriðastöðum í Skorradal.

Krafðist kærandi þess að ákvörðun Orkustofnunar yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að framkvæmdir væru stöðvaðar meðan málið væri til meðferðar hjá Úrskurðarnefnd.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfum kæranda.

Úrskurð nefndarinnar má nálgast á slóðinni: https://uua.is/urleits/13-2023-indridastadir/