Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu um að ákvörðun Orkustofnunar verði felld úr gildi
21 september 2023Með úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála uppkveðnum 20. september 2023 var hafnað kröfu um að felld væri úr gildi ákvörðun Orkustofnunar um veitingu nýtingarleyfis til töku grunnvatns á tilgreindu svæði við Vogavík, sveitarfélaginu Vogum.
Í málinu var deilt um ákvörðun Orkustofnunar frá 4. maí 2023 um að samþykkja nýtingarleyfi til töku grunnvatns, allt að 426 l/sek af fersku grunnvatni og 946 l/sek af söltu grunnvatni (jarðsjó) á tilgreindu svæði við Vogavík, í Sveitarfélaginu Vogum, sem er í eigu leyfishafa, sem starfrækir þar fiskeldisstöð.
Úrskurð nefndarinnar má nálgast á slóðinni: https://uua.is/urleits/72-2023-vogar/
Fleiri fréttir