Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Uppgjör tekna og gjalda flutningsfyrirtækis og dreifiveitna

Uppgjör tekna og gjalda flutningsfyrirtækis og dreifiveitna

8 september 2022
Uppgjör tekna og gjalda flutningsfyrirtækis og dreifiveitna

Orkustofnun hefur lokið uppgjöri tekjumarka vegna ársins 2021. Tekjumörk setja sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu raforku mörk varðandi leyfðar tekjur og útgjöld. Tekjumörk eru ekki sett á Íslandi fyrir hitaveitu eða aðra starfsemi sérleyfisfyrirtækja. 

Eitt uppgjör var með ofteknar tekjur en það var flutningur almennra notenda hjá Landsneti sem voru ofteknar uppá 2% af útgjöldum.

Uppgjör Veitna ohf var í jafnvægi með hvorki ofteknar né vanteknar tekjur.

Önnur uppgjör voru með vanteknar tekjur með eftirfarandi hætti við árslok 2021.

  • Tekjur vegna flutninga fyrir stórnotendur hjá Landsneti voru vanteknar og er uppsafnaður halli 441.120 þ.kr. eða -4,4% af útgjöldum
  • Tekjur vegna dreifingar RARIK í þéttbýli voru vanteknar sem nemur 662.109 þ.kr. og er uppsafnaður halli -15% af útgjöldum. Ennfremur falla niður vanteknar tekjur að upphæð 238.029 þ.kr. sem voru umfram leyfð vikmörk
  • Tekjur vegna dreifingar RARIK í dreifbýli voru vanteknar sem nemur 436.848 þ.kr. og er uppsafnaður halli -15% af útgjöldum. Ennfremur falla niður vanteknar tekjur að upphæð 722.767 þ.kr. sem voru umfram leyfð vikmörk
  • Tekjur vegna dreifingar Orkubús Vestfjarða í þéttbýli voru vanteknar sem nemur 140.419 þ.kr. og er uppsafnaður halli -15% af útgjöldum. Ennfremur falla niður 352.750 þ.kr. tekjur sem voru umfram leyfð vikmörk
  • Tekjur vegna dreifingar Orkubús Vestfjarða í dreifbýli voru vanteknar sem nemur 203.328 þ.kr. og er uppsafnaður halli -15% af útgjöldum. Ennfremur falla niður 285.932 þ.kr. tekjur sem voru umfram leyfð vikmörk
  • Tekjur Norðurorku voru vanteknar sem nemur 72.532 þ.kr. og er uppsafnaður halli 138.965 þ.kr. eða -15% af útgjöldum
  • Tekjur HS Veitna voru vanteknar sem nemur 260.608 þ.kr. og er uppsafnaður halli -7,7% af útgjöldum

Tekjumörk miðast nú við meðaltal útgjalda á tímabilinu 2015-2019 uppfærð með vísitölu neysluverðs og launavísitölu ásamt afskriftum og leyfðri arðsemi af fastafjármunum og veltufjármunum. Þær tvær dreifiveitur þar sem tekjur falla niður eru með skiptingu tekjumarka á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Gjaldskrár raforkudreifingar og upphæð sem notendur greiða tekur m.a. mið af tekjumörkum, ásamt jöfnunargjaldi, flutningsgjöldum og flutningstöpum.

Sjá nánar hér:    Tekjumörk 2021