Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Umsókn um virkjunarleyfi fyrir tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ

Umsókn um virkjunarleyfi fyrir tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ

10 júlí 2023
Umsókn um virkjunarleyfi fyrir tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ

Auglýsing vegna umsóknar Háblæs ehf. um virkjunarleyfi fyrir tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ. Auglýsing þessi er einnig birt í Lögbirtingingablaðinu í samræmi við áskilnað laga.

Háblær ehf., 471221-2360, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, hefur óskað eftir virkjunarleyfi til að reisa og reka tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra til raforkuvinnslu í samræmi við 1. mgr. 4. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, og með vísan til 4. gr. reglugerðar um framkvæmd raforkulaga, nr. 1040/2005, með síðari breytingum.

Þann 17. mars 2023 tók Skipulagsstofnun ákvörðun um að framkvæmdin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdin samræmist leiðarljósum landsskipulagsstefnu í megindráttum. Framkvæmdin er einnig í samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem og gildandi deiliskipulagi fyrir tvær vindmyllur frá árinu 2013.

Í samræmi við 4. mgr. 34. gr. raforkulaga er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum innan fjögurra vikna frá auglýsingar í Lögbirtingablaðinu.

Gögn málsins má nálgast með því að óska eftir þeim hjá Orkustofnun í gegnum netfangið os@os.is. Skriflegum athugasemdum má koma á framfæri við Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Netfang os@os.is.