Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Umsókn um virkjunarleyfi Búrfellslundar í Rangárþingi Ytra

Umsókn um virkjunarleyfi Búrfellslundar í Rangárþingi Ytra

5 febrúar 2024
Umsókn um virkjunarleyfi Búrfellslundar í Rangárþingi Ytra

Landsvirkjun, kt. 420269-1299, hefur óskað eftir virkjunarleyfi til að reisa og reka allt að 120 MW Búrfellslund, vindaflsvirkjun í Rangárþingi ytra, í samræmi við 1. mgr. 4. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, og með vísan til 4. gr. reglugerðar um framkvæmd raforkulaga, nr. 1040/2005, með síðari breytingum.

Þann 23. mars 2016 lagði Landsvirkjun fram matsskýrslu fyrir 200 MW Búrfellslund. Álit Skipulagsstofnunar lá fyrir þann 16. desember 2016.

Í febrúar 2020 birti Landsvirkjun skýrslu um endurhönnun Búrfellslundar með breyttu umfangi. Samkvæmt endurhönnun er gert ráð fyrir að afl virkjunar verði 120 MW og að árleg orkuframleiðslugeta hennar verði um 440 GWh. Öll mannvirki Búrfellslundar verða staðsett innan sveitarfélagsins Rangárþing ytra.

Búrfellslundur var flokkaður í orkunýtingarflokk rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða með þingsályktun Alþingis 15. júní 2022. 

Fyrir liggur yfirlýsing Landsnets um að Landsvirkjun hafi óskað formlega eftir tengingu Búrfellslundar við flutningskerfi Landsnets í lok árs 2022 og eru samningaviðræður í gangi og stefnt að tengingu vindlundarins í fyrsta lagi árið 2025, ef allar áætlanir ganga upp.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti þann á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 vegna áforma um uppbyggingu Búrfellslundar. Þá samþykkti sveitarstjórn á sama fundi að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir virkjunina. 

Orkustofnun hefur farið yfir gögn máls og telur að þau uppfylli viðmið raforkulaga og reglugerðar um framkvæmd raforkulaga til frekari málsmeðferðar.

Auglýsing um umsóknina birtist í Lögbirtingarblaðinu þann 5. febrúar 2024.  

Í samræmi við 4. mgr. 34. gr. raforkulaga er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsókn Landsvirkjunar og veita um hana umsögn. Umsagnarfrestur er til 5. mars 2024.

Frekari upplýsingar um framkvæmdina og umsókn ásamt fylgigögnum má nálgast hjá Orkustofnun, netfang os@os.is.

Umsagnir skulu sendar með tölvupósti til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, netfang os@os.is.

Reykjavík, 5. febrúar 2024.

Orkustofnun