Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Umsögn raforkueftirlits Orkustofnunar um tillögu að reglugerð um raforkumarkað

Umsögn raforkueftirlits Orkustofnunar um tillögu að reglugerð um raforkumarkað

21 desember 2023
Umsögn raforkueftirlits Orkustofnunar um tillögu að reglugerð um raforkumarkað

Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur veitt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu umsögn um tillögu Landsnets að reglugerð um raforkumarkað auk afstöðu raforkueftirlitsins til reglusetningar. 

Að mati raforkueftirlits Orkustofnunar er tillaga Landsnets að mörgu leyti góð en aðlaga þarf hana að þeim reglum sem gilda í Evrópu og nágrannaríkjum Íslands. Í samhengi við þær reglur leggur raforkueftirlitið fram tillögu að reglusetningu sem einnig tekur mið af tillögu Landsnets. Annars vegar er um að ræða tillögu að reglugerð um rekstraraðila viðskiptavettvangs raforku og hins vegar tillögu að lagabreytingu á raforkulögum nr. 65/2003 um aukið gagnsæi í verðmyndun raforku og markaðssvik. Til samræmis er lögð áhersla á að bæði eftirlits- og valdheimildir raforkueftirlitsins verði styrktar. 

Raforkueftirlit OS áréttar mikilvægi þess að ákvæði um gagnsæi og heilleika (e. integrity) á heildsöluorkumarkaði2 verði veitt lagastoð enda skortir að öðrum kosti slíka stoð fyrir slíkum hátternisreglum og eftirliti með þeim.

Við erindi þetta er að finna viðauka sem inniheldur fræðilega umfjöllun um raforkuviðskipti á heildsöluorkumörkuðum í Evrópu. Viðaukinn er hugsaður sem upplýsingaefni þar sem finna má almenna umfjöllun um raforku og raforkuviðskipti og þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Einnig er fjallað um samspil löggjafar á sviði verðbréfamarkaðsréttar og orkuréttar í ljósi þess að ákveðin skörun er á þeirri löggjöf er gildir um raforkuviðskipti og viðskipti með fjármálagerninga. Auk þess er varpað ljósi á ósk markaðsaðila um að settar verði reglur um raforkuviðskipti sem komast á með skipulögðum hætti (um markaðsviðskipti). Fjallað er um sérstöðu Íslands í raforkumálum í samanburði við önnur ríki í Evrópu til þess að undirstrika ástæður þess að íslenska ríkið nýtur undanþágu frá ákveðnum atriðum í Evrópulöggjöf. Í ljósi skuldbindinga íslenska ríkisins að EES-samningnum er síðan gerð grein fyrir því hvaða reglur gilda í Evrópu og nágrannaríkjum. Í framhaldi er fjallað um nauðsynlegar eftirlitsheimildir til að framfylgja reglum um raforkuviðskipti og tekin afstaða til frekari valdheimilda. Sjá nánar.