Tryggjum að almenningur verði ekki undir í samkeppni um orku
28 apríl 2023Á næstu árum má gera má ráð fyrir mikilli og áframhaldandi umframeftirspurn í endurnýjanlega orku meðal annars vegna krefjandi aðstæðna á orkumörkuðum Evrópu og aukinnar raforkunotkunar vegna orkuskipta. Mikilvægt er að vernda heimili óháð því magni raforku sem framleitt er hverju sinni. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að gera úrbætur á frumvarpi um raforkuöryggi sem nú er komið í samráðsgátt stjórnvalda.
Að mati Orkustofnunar þurfa eftirfarandi atriði að lágmarki að koma fram í frumvarpinu til að tryggja að almenningur verði ekki undir í samkeppni um orku.
- Heimili séu strax skilgreind sérstaklega sem alþjónustunotendur sem eigi að njóta sérstaks öryggis. Hér þyrfti helst að girða af markað alþjónustunotenda í heild sinni, þ.e.a.s venjulegra fyrirtækja sömuleiðis líkt til að tryggja yfirsýn og framboð þeirra.
- Orkuframleiðendur bjóði lengri tíma samninga fyrir alþjónustunotendur til að tryggja stöðugleika í framboði og draga úr sveiflum í verði. Einnig að þeir geri sömuleiðis ráð fyrir magni til boða í skammtímasveiflur í orkunotkun þessa litla hóps, líkt og vegna kuldakastanna í vetur.
- Orkusölufyrirtækjum beri að sýna fram á að þeir hafi raunverulega tryggt sér orku í þá samninga sem þeir gera við alþjónustunotendur.
- Efla gagnaheimildir og ekki síst langtíma fjármögnun greiningar gagna til að efla yfirsýn og og þar með eftirlit með markaði.
- Innleiða lágmarksheimildir til inngripa stefni í raforkuskort til þessa hóps.
Á eftirfarandi slóðum mál lesa umsagnir Orkustofnunar þessu tengdu.
https://orkustofnun.is/orkustofnun/umsagnir/umsagnir-2022
https://orkustofnun.is/orkustofnun/umsagnir/umsagnir-2023
Einnig má lesa um málið í grein Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra á vef Vísis sem birtist 27. apríl 2023.