Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Leita þarf allra leiða til tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga með viðbótarbúnaði komi til goss

Leita þarf allra leiða til tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga með viðbótarbúnaði komi til goss

7 nóvember 2023
Leita þarf allra leiða til tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga með viðbótarbúnaði  komi til goss

Orkustofnun hefur, ásamt orku- og veitufyrirtækjunum á Reykjanesi, unnið að því að meta búnað sem til er í landinu sem þyrfti til að viðhalda hitaveitunni á Reykjanesi komi til goss á Reykjanesi. Ríkir almannahagsmunir eru í húfi og ljóst að ef dekkstu sviðsmyndir raungerast þyrfti viðbótarbúnaður að vera tiltækur hér á landi. Unnið er að greiningu og athugun á því hvernig nálgast mætti slíkan búnað og meta kostnað af aðgerðum.

Upplýsingum frá Orkustofnun, HS Orku og HS Veitum hefur þegar verið miðlað til fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri að ríkið þurfi að taka afstöðu til kaups og/eða leigu á búnaði sem tengjast rekstri hitaveitu á svæðinu eins skjótt og auðið er. Slík fjárfesting myndi nýtast áfram til að tryggja orkuöryggi byggða landsins þegar upp koma bilanir eða aðrar krefjandi aðstæður og gæti mögulega stutt við orkuskiptin sé tækni sem gefur færi á því valin. Þó sé líklegt að til að kynda þær í fyrstu þyrfti að notast við jarðefnaeldsneyti og því þurfi einnig að tryggja birgðarstöðu þess hér á landi. 

Þegar hefur Orkustofnun sett sig í samband við systurstofnanir á Norðurlöndum og beðið um að farið sé yfir möguleika á því að búnaður sé sendur til Íslands.