Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Þriðja græna skref Orkustofnunar í höfn

Þriðja græna skref Orkustofnunar í höfn

22 desember 2022
Þriðja græna skref Orkustofnunar í höfn

Orkustofnun lauk á dögunum við innleiðingu á 3. græna skrefinu í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar. Vinna við innleiðingu verkefnisins hófst fyrir alvöru í lok nóvember 2021 og fékk stofnunin viðurkenningu á 1. skrefinu þann 4. mars síðastliðinn. 

Orkustofnun lauk á dögunum við innleiðingu á 3. græna skrefinu í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar. Vinna við innleiðingu verkefnisins hófst fyrir alvöru í lok nóvember 2021 og fékk stofnunin viðurkenningu á 1. skrefinu þann 4. mars síðastliðinn.

Stofnunin hefur sett sér metnaðarfulla umhverfis- og loftlagsstefnu auk ítarlegrar aðgerðaráætlunar um samdrátt i losun gróðurhúsalofttegunda. Meðal aðgerða er að draga úr magni sorps og auka endurnýtingarhlutfall þess, fjölga samgöngusamningum við starfsfólk, draga úr orkunotkun, halda plast og pappírsnotkun í lágmarki eins og kostur er, minnka kolefnisspor vegna ferðalaga og kolefnisjafna alla losun.

Stofnunin hefur einnig útbúið verklagsreglur um vistvæn innkaup þar sem umhverfisvernd og hringrásarhugsun eru leiðarljós í öllum innkaupum stofnunarinnar. 

Hringrásarhugsunin hefur einmitt verið í hávegum höfð undanfarna mánuði en starfsmenn stofnunarinnar hafa verið að pakka saman Bókasafni Orkustofnunar sem nú hefur verið lagt niður.  Leitast er við að koma öllum þeim einstaka safnkosti í almenn not hjá öðrum söfunum, s.s. Landsbókasafni.

Við flutning Bókasafns Orkustofnunar vorið 2021 og niðurlagningu þess 2022 voru hillustæður sem til féllu auglýstar á póstlista bókasafna á landsvísu. Mikil áhugi var hjá almenningsbókasöfnum að nýta hillustæðurnar, en fjármagn fékkst ekki hjá sveitarfélögum. Þá var brugðið á það ráð að gefa hillustæðurnar til almenningssafna til að nota í almannaþágu í stað þess að henda þeim, og voru þær sendar í almenningsbókasöfn í tveimur sveitarfélögum á Austurlandi og í eitt á Suðurlandi. 

Mikil þekking er innan stofnunarinnar hvað varðar orkunýtingu og hefur stofnunin verið leiðandi í ráðgjöf bæði til innlendra og erlendra aðila varðandi orkusparnað og orkuskipti.

Stofnunin tók þátt í átakinu ,,Hjólað í vinnuna” og varð í 21. sæti í sínum vinnustaðaflokki en alls tóku 76 vinnustaðir þátt í þeim flokki.

Stofnunin tók einnig virkan þátt í ,,nýtnivikunni“ sem er samevrópskt átak sem fram fer í lok nóvember ár hvert. Meðal annars var boðið upp á kynningu fyrir starfsfólk um flokkun úrgangs, fræðslumyndböndum um vistvænar innpökkunaraðferðir var miðlað á starfsmannasíðum stofnunarinnar auk þess sem fataskiptimarkaði var slegið upp í samvinnu við Vinnumálastofnun og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.

Vinna við 4. skrefið er langt á veg komin og stefnir stofnunin að því að ljúka skrefum 4. og 5. á fyrri hluta næsta árs.