Breyting á innskráningarleið inn á þjónustugátt Orkustofnunar
24 júní 2024Breytingar hafa orðið á innskráningarleið inn á þjónustugátt Orkustofnunar. Breytingarnar hafa m.a. í för með sér að Íslykillinn verður ekki lengur í boði sem innskráningarleið. Einhverjir hafa verið að nýta Íslykil til að skrá sig inn sem fyrirtæki og senda inn eyðublöð, gagnaskil eða fyrirspurnir.
Eftir þessa breytingu mun íslykillinn ekki virka og notendur þurfa því að nota síma, skilríki í appi eða skilríki á korti. Ef slíkt er ekki til staðar þarf að heyra í Island.is eða Auðkenni til að útvega réttan aðgang.