Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Ísland uppfyllir allar kröfur um kerfi upprunaábyrgða 

Ísland uppfyllir allar kröfur um kerfi upprunaábyrgða 

9 nóvember 2023
Ísland uppfyllir allar kröfur um kerfi upprunaábyrgða 

Stjórn AIB (Association of Issuing Bodies) hefur úrskurðað um að Ísland uppfylli allar kröfur upprunaábyrgðarkerfis þess og að ekki verði gripið til frekari ráðstafana gagnvart Landsneti eða íslenskum upprunaábyrgðum. Þessi ákvörðun stjórnar AIB var einróma og lýsti stjórnin yfir ánægju með vinnu Landsnets og Orkustofnunar sem höfðu umsjón með málinu fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. 

Tildrög málsins eru þau að 28. apríl stöðvaði AIB sölu á íslenskum upprunaábyrgðum vegna gruns um tvítalningu (e. double counting) þeirra hér á landi. Banninu var aflétt skömmu síðar með fyrirvara um úrbótaáætlun Landsnets og Orkustofnunar á upprunaábyrgðakerfinu. Raforkueftirlit Orkustofnunar vann stöðuskýrslu þar sem lagt var mat á hugsanlega tvítalningu upprunaábyrgða og til hvaða aðgerða hefur verið gripið hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Eftir ítarlega gagnaöflun og greiningarvinnu var niðurstaðan að Ísland uppfyllti allar kröfur upprunaábyrgðarkerfisins. Jafnframt fól niðurstaðan í sér að Ísland hefði með fullnægjandi hætti innleitt að löggjöf Evrópusambandsins um upprunaábyrgðir og þannig uppfyllt skuldbindingar samkvæmt EES – samningnum. Eftirlit og framfylgd laga um upprunaábyrgðir hér á landi er með sambærilegum hætti og í öðrum EES-ríkjum.

„Úrskurður  stjórnar AIB er í samræmi við niðurstöðu Raforkueftirlitsins sem sýndi fram á að ekki var um tvítalningu að ræða, það er að segja að ekki var um að ræða sölu á sömu upprunaábyrgð oftar en einu sinni. Landsnet sem útgáfuaðili upprunaábyrgða, hefur uppfyllt kröfur AIB um kerfi upprunaábyrgða og því hefur óvissu um sölu íslenskra upprunaábyrgða gagnvart Landsneti og íslenskum upprunaábyrgðum verið aflétt án fyrirvara,“ segir Hanna Björg Konráðsdóttir deildarstjóri raforkueftirlits Orkustofnunar.